Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 28
EG NEF HAF! OGURLEG GAHIAN AE ÞESSU GGÞISS VEGNA EREGADHI einu sinni með hljómsveit Gunnars E H I ■ Ormslev. MÚSÍKALSKIR RÚSSAR — Þú hófst Exalon í Kaupmanna- höfn til vegs og dýrðar. — Ég veit ekki hvað á að segja um það, en það gekk anzi vel. Það eru einmitt fimm ár síðan. Það var fullt hús allan tímann, sem við vor- um þar, og góð stemmning. Ég átti leið þangað út núna nýlega, í sept- ember-október, og talaði þá einmitt við veitingamanninn þar, og hann sagði að það væri alveg kominn tími til að endurnýja þetta. — Þú gætir kannski látið þér detta það í hug? — Það er aldrei að vita. En ýmis- legt þarf að athuga í þv[ sambandi. Það hittist aldrei svo á að strákarn- ir séu allir tilbúnir í það, þeir eru oft og tíðum fjölskyldumenn. Svo er líka það að þótt gaman sé að fara út, er líka gaman að vera heima. En það endurnýjar mann alltaf að fara út, gefur nýjan kraft. — Þú hefur farið viðar en til Norðurlanda? — Svo fórum við einu sinni til Rússlands. Og við fórum til Vínar- borgar og Prag. — Hvernig fannst þér að syngja og spila austantjalds? — Það er alveg sérstaklega skemmtilegt. Við fórum til Moskvu eitt sinn, og 1962, þegar við vor- um í Finnlandi, brugðum við okkur til Leníngrað og komum þar fram í sjónvarpinu. Ég minnist þess sér- staklega er við lékum í Gorkígarð- inum í Moskvu, á útiskemmtun. Sá garður tekur seytján þúsund manns og var þéttsetinn bekkurinn. Það var eftirtektarvert hve fólkið, sem margt var af léttasta skeiði, var fliótt að komast í stemmningu, var fliótt að koma't inn í taktinn. Það álít ég að fyrst og fremst hafi staf- að af þvi hve fólkið er músíkalskt að upplaai og í öðru laai af því að það er alið upp við þjóðlög, og b'óðdansamúsíkin hefur í sér þenn- an sama, sterka rytma, sem er í blues oq rokki, tónlist af því tagi sem við spiluðum þarna. Þetta er svo sem ósköp svipað. Þetta sterka beat. ,,ÞÚ SÉRÐ ÍSLENDINGA ALLS STAÐAR . . — Og hvernig líkaði þér við Finn- ana? — Mér fannst mjög gaman að ferðast um Finnland. Oq um Sví- þjóð líka. Mér virtist fólkið þar miög músíkalskt og hafa yndi af allri músík. — Þú hefur efalaust margs að minnast úr þessum ferðum, margra skemmtilegra atvika? — Já, margt mætti tína til. Mér dettur í því sambandi í hug erindi, sem ég heyrði í útvarpinu um dag- inn. Þar var drepið á að íslending- um væri hollt að vara sig á því, þegar þeir eru erlendis, að tala ekki hvar og hvenær sem væri eins og þeim dytti í hug, sökum þess hve víðförull landinn væri orðinn. I þessu spekúleraði ég einmitt mik- ið allan tímann sem ég var í út- löndum. Maður getur átt von á Is- lendingum hvar sem er. Þegar við vorum í Björneborg, á vesturströnd Finnlands miðri, þar rákumst við alveg óvart á Islending. Svo var það aftur í Suðvestur-Finnlandi, þar hittum við fyrir stóran hóp ferða- manna, arkítekta, og var kennari þeim til fylgdar. Ég sagði strax við strákana að ég væri viss um að þessi maður væri íslenzkur, annað- hvort kannaðist ég við hann per- sónulega eða ég sæi þetta á honum. Og þegar ballið byrjaði um kvöld- ið, þá kemur þessi maður labbandi upp að pallinum og stóð heima: þetta var Islendingur. Hann kennHi þá arkitektúr við þýzkan háskóla, mig minnir í Köln. I annað skint' var það, þegar við vorum að borða á hóteli eitt kvöldið, þá benti ég strákunum á einn gestanna oa sagði: þarna er Islendingur. Þú sé'ð nú íslendinga alls staðar, sögðu þeir. Þeir eru eitthvað séráparti, sagði ég. Ég þekki þá alltaf. Sannið þið til, hann á eftir að gefa s!g fram. Og það gerði hann nokkrum mínútum síðar. Þetta var stúdent, sem var að læra arkitektúr. NÚ FINNST MANNI PRESLEY BARA RÓLEG GLAÐNING — Hverniq líkar þér við B'tlana og það rem þeim fylgir? — Þeir eru stórkostleqir karlar. Bítlarnir, það eru þe:r. En éq he'd nú að þeir séu eins konar stundar- fvrirbriaði e:ns og annað. Éq man að við Jónas Jónasson vorum með útvarpsþátt þegar Preslev var í uoo- siglingu, óskalagaþátt fvr'r nna- linga. Þá man ég eftir að stúlka, sem var að koma frá Ameríku, kom með plötu til mín, þá var éo að vinna á gamla Röðli, á Laugaveain- um. Hún kom með nýia hliómolötu til mín — þetta var fluafrevia — spurði hvort éa vildi ekki fá e:na nýja plötu i báttinn. Éa hé't hað nú, það var alltaf erfitt að fá nlöt- ur. Og þetta var plata með Preslev. og ég fórnaði heilu kvöldi í að spila þetta. Mér fannst þetta alvea yfirnáttúrlegt, skildi þetta bara ekki þarna var lagið Heartbreak Hotel. Framhald á bls. 44 „Haukur Morthens and his Combo“ i Bonneby í Suður-SvíðþjóS 1963. Haukur Morthens licfur alltaf fylgzt með timanum, enda hcfur hann haldið vinsældum sínum lcngur cn nokkur annar dægurlagasöngvari. Ilér cr bítið komið til sögunnar. Myndin cr tekin á hljómleikum í Austurbæjarbíói 1965. Haukur Morthens og hljómsveit hans á Hótel Borg 1968. 28 VIKAN 18- tbl:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.