Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 22
Þung ±>ögn ríkti í hópnum, eftir að hann hafði lokið máli sínu. Svo seig Indiánaflokkurinn ofan eftir hæðinni niður á árbakkann. Hjátrúarfullur ótti þeirra var blandaður óstjórnlegri forvitni. Hvað ætlaði hann að gera bessi hviti maður með snjöllu tunguna, sem sagð- ist búa yfir betri befnd fyrir ,þeirra hönd, en þeir gátu áunnið með vopnum sínum? De Peyrac greifi gaf nokkrum af mönnum sínum, sem stóðu honum nærri, fleiri skipanir. Svo tók hann eftir Angelique, lagði handlegginn um mitti hennar og dró hana með sér. — Komdu fljótt! Við megum ekki dvelja hér. Maupertuis, viltu ganga úr skugga um að allt okkar sé komið niður á árbakkann og enginn sé eftir inni í varðstöðinni. Þau hörfuðu ásamt Irokunum niður á árbakkann, þar sem kvöld- mistrið var að rísa úr rennandi vatninu. Angelique fann að Peyrac þrýsti henni snöggt að sér, áður en liann sleppti henni og tók hljóðlega tinnubox upp úr leðurskjóðu, sem hann bar við beltið. Indiánarnir ýttu hver á annan, eins og börn, Því allir vildu sjá Peyrac og hvað hann væri að bauka. Angelique litaðist um eftir Honorine, Jonasarfólkinu og sonum sín- um. Hún sá ekkert lengur, en Maupertuis kom og sagði henni að allir væru á sínum stað; hann hafði safnað þeim saman undir smáviðarrunn- um, niðri við ána, undir vernd hinna vopnuðu, spænsku varðmanna. Yann le Couennec kom niður eftir hæðinni og rakti niður kveikju- þráð úr hampi á leiðinni. 1 myrkrinu fóru nokkrir manna Peyracs aft- ur heim að varðstöðinni og lögðu Irokahöfðingjana í flýti í grafirnar, sem áður höfðu verið teknar, köstuðu gjöfunum holt og bolt á eftir þeim og mokuðu yfir í snarheitum. Þegar þeir voru að ljúka því verki sínu reis hás þyturinn í veiðihorni upp í loítið. Grafararnir hættu starfi sínu og þutu ofan eftir hæðinni, þangað sem ikonurnar og börnin höfðu safnazt saman. 1 annað sinn heyrðist í veiðihorninu. Þá rak de Peyrac fram tinnu sína og sló neista, um leið og hann kraup niður til að k.veikja í endanum á hampkveikjuþræðinum, sem Breton- inn hafði rakið niður, allt þangað sem greifinn stóð. Það kviknaði í þræðinum og eldurinn vatt sig hratt og fimlega upp- eftir hæðinni, milli trjábola, gegnum grasið og framhjá steinunum eins og skriðdrjúgur, gullinn snákur. Neistinn náði virkishliðinu og svo sást hann ekki lengur. En allt í einu var eins og himinn og jörð klofnaði. Ofsaleg sprenging ljómaði upp myrkan himininn. Öll varðstöðin stóð þegar í stað í björtu báli og vindurinn æsti log- ana. Allt timbur húsanna og skíðgarðsins hafði áður verið vætt með olíu og rommi og kastað á það saltpétri. Varðstöðin bókstaflega splundr- aðist. 1 þurru, skrælnuðu andrúmslofti haustsins varð öll varðstöðin þegar í stað að öskrandi ofni og eldurinn eyddi öllu og skildi ekkert nema eyðilegginguna eftir í ofsafengnum krampa sínum. Ahorfendur urðu að hörfa alveg niður að vatnsborðinu og jafnvel þar var hitinn af eldinum næstum óbærilegur. Upprétt andlitin, sem nú sáust aftur í roðanum a£ eldinum endur- spegluðu bæði aðdáun og skelfingu, hræðslu og fögnuð, allar þær blönd- uðu tilfinningar, sem maðurinn íinnur til í návist þeirra náttúrlegu afla, sem leyst eru úr læðingi í öllum sínum ijóma og óviðráðanlegum þrótti. Eftir langa mæðu heyrðist rödd hrópa upp úr þögulli og másandi þvögunni. Það var rödd Tahoutaguete. Hann bar fram spurningu. 22 YIKAN 18- tbl- — Hann langar að vita, sagði Outakke, — hvort nokkur bifurskinn hafi verið í virkinu. — Já, já, sannarlega voru þau þar, hrópaði Irinn O'Connel og reif hár sitt. — Þrjátiu ballar! Að minnsta kosti tíu þúsund punda virði. Ó! Ó! Monsieur de Peyrac, ihefðirðu aðeins sagt mér hvað þú ætlaðir að gera, hefði ég aðeins vitað þetta. . . . Bifurskinnin mín! Bifurskinn- in mín.. . .! Það var svo mikil örvænting í rödd hans og hann var svo skoplegur í sorg sinni að írokarnir ráku upp hlátur. — Hér var loksins fölandlit, sem talaði frá hjartanu. Þetta var sann- ur sonur kaupmannakynþáttarins. Nú fannst Irokunum þeir loksins hafa eitthvert fast land undir fótum. — Og hvað um skinnið hér? spurði Peyrac og kleip í stóru, feitu kinnarnar, sem skulfu af sorg. — Hvað meturðu það? Á tíu þúsund pund? Tuttugu þúsund pund? Og loðfeldurinn, sem þú heldur enn, hélt hann áfram og greip í rautt hárið á vesalings kaupmanninum. — Hvað viltu fá fyrir það. Þrjátiu þúsund pund ... . ? Striðsmennirnir hlógu enn hærra. Þeir héldu um magana og hermdu eftir hreyfingum Irans og bentu á hann á meðan. Skelfilegur hlátur þeirra var eins og bergmál við gnýinn í logunum. — Illærð þú með okkur Swanissit? hrópaði Outakke allt í einu af skyndingu og breiddi út faðminn í áttina að logandi hæðinni. — Hlærð þú með stríðsmönnum þínum? Hefurðu látið huggast af þeim auðæfum og gjöfum, sem þér hafa verið færðar? Þá, allt i einu, eins og yfirnáttúrulegt svar við spurningu hans, Þeytt- ist bláhvítt Ijósstrik upp úr öskrandi skarlatsrauðum logunum. Hærra og hærra, klauf þetta strik svartan himininn, þar sem það sprakk svo með mörgum hvellum og féll aftur til jarðar í siifurstjörnuregni. Undrunar og óttahrópin voru varla þögnuð niðri á bakkanum, þegar annar langur, rauður ormur klauf sig upp í myrkrið og splundraðist í regni stjarna, sem aftur sprungu svo í röð, rauðra rúbína, sem leystust smám saman upp, eins og þær yrðu að vökva og drypu eins og blóð um kolsvart himinhvolfið. Indíánarnir íéllu á knén. Aðrir snerust á hæ-1 og köstuðu sér í ána. Þeir vissu alls ekki hvaðan á Þá stóð veðrið. Og meira að segja þeir, sem busluðu i Kennebec gátu ekki haft augun af þessari yfirnáttúrulegu sýn. Nú var eins og gneistar, logar, stri-k og stjörnur flygju í allar áttir og gauragangurinn -í þessum flugeldum yfir-gnæfði jafnvel gnýinn i sið- ustu veggjunum sem féllu. Himinninn var fullur af -grænu, rauðu og guilnu og ailt, féll þetta aftur til jarðar eins og blóm, langir snákar vöfðust hver um annan og eltu ihver annan um himininn þveran, háð-u eltingarleik í myrkrinu, mynduðu annarlegar myndir, tóku á sig liki dýra, en hurfu og rénuðu, rétt á þeirri stundu, er þeir virtust æt-la að stökkva .... Þegar ofurlítil þögn varð, heyrði An-gelique -fagnaðarhróp barnanna. Allur ót-ti var -horfinn fyrir almennri aðdáun og með honum hvarf hatrið, -kviðinn og tortry-ggnin. Og Florimond, sem gert hafði flugeldana, tók á móti fagnaðarlátun- um eins og þau væru beint þakklæti til ihans sjálfs. Henni fannst hún heyra æskubjarta rödd hans segja: — Jæja, hvernig leizt þér á flugeldana mína? Var þetta nokkuð slakara en í Versölum? Það lá meira að segja við að Alvarez kapteinn og menn hans gleymdu um -stund þeim fyrirmælum. sem þeir -höfðu fengið um að vera vel á verði og hafa annan fingurinn á -gikknum. En það var ekki lengur neitt að óttast. Hinir hræðilegu Irokar stóðu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.