Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 44
Haukur Mortens Framhald af bls. 29 fyrsta lagið sem gerði Presley fræg- an. Þetta var yfirgengilegt, fannst manni þá, það var svo mikið beat í þessu og orðaflaumurinn eftir því. En þegar maður hlustar á þetta í dag, finnst manni þetta bara róleg glaðning. Síðan koma Bítlarnir. Bítlamúsíkin og rokkmúsíkin, þetta tvennt er í raun og veru það sama, þegar öll kurl koma til grafar. í Ameríku kalla þeir þetta allt saman rokkmúsík ennþá, bítlamúsíkina líka. Ég var á ferð í Bandaríkjunum 1965, og þegar minnzt var á Bítlana við þá, þá sögðu þeir: nú þetta er bara rock and roll music. Það er líka áberandi með þessar ensku hljóm- sveitir, sem fara til Bandaríkjanna og verða vinsælar þar, þær spila öðruvísi músík en spiluð er í Eng- landi. — Það er þá einhver smámunur. — Jú, það er lítilsháttar frábrugð- 44 VIKAN 18 tbl- ið, munur á beati og hvernig þeir færa þetta fram. Þetta er áberandi með hljómsveitir eins og Herman Hermits, sem vinna mikið fyrir Bandaríkjamarkað, og til dæmis Dave Clark Five, þeir framleiða allt aðra músík en þær hljómsveitir, sem vinna að staðaldri í Englandi. En hvað Bítlana varðar yfirleitt, þá hafa þeir vissulega látið mikið gott af sér leiða í dægurlagamúsíkinni. En ég held þó að þetta sé eitthvað að breytast. OF MIKILL HÁVAÐI — Hverju heldurðu að helzt sé von á í staðínn? — Það er mikið talað um þjóð- lagamúsík þessa dagana, en í raun réttri er þjóðlagamúsík nokkurn veginn það sama og dægurlaga- músík. Heitið þjóðlagamúsík er bara nýtt vörumerki til að selja. Trommu- beatið kannski tekið burtu og sterk- ari bassi og rytmagítar haft í stað- inn. En eftir því sem mér heyrist mætti segja mér að það yrði kann- ski Dixieland eða Gay Twenties Style, sem kæmist á yfirborðið á næstunni. Það er mest undir því komið hvað selst. Hér er það bis- nissinn sem ræður mestu eða öllu. — Nú eru fyrirbrigði eins og Ijóðasöngur, protestsöngvar og fleira af því tagi í tízku. Hvernig lízt þér á það? — Þetta prótest kemur aðallega frá Bandaríkjunum í sambandi við Víetnam. En ég hef grun um að hugsjónin sé þar ekki ein á báti, frekar en annars staðar. Menn hafa uppgötvað að þetta selst, og þú verður þetta fyrst og fremst biss- niss. — Hvað finnst þér um þær ís- lenzku hljómsveitir unga fólksins, sem mest hefur kveðið að undan- farið? — Mér finnst Hljómar hafa gert margt vel. Þeir lifa náttúrlega sér- staklega á því að þeir hafa haldið svo vel og lengi saman. Það er mikið atriði. Svo er það hljómsveit sem heitir Roof Tops sem virðist ágæt. Flowers og fleiri mætti líka nefna. Annars er það athyglisvert, nú þegar mest er talað um ung- lingahljómsveitir og bítlahljómsveit- ir, að þegar maður fer á samkomu- húsin nú í dag eða restaurationirn- ar, þá eru þetta allt menn upp und- ir fertugt sem stjórna danshljóm- sveitunum, Magnús Ingimarsson á Röðli, Ólafur Gaukur á Hótel Borg, Ragnar Bjarnason á Sögu, Carl Lilliendahl á Loftleiðum, svo að það vantar ekki að eldri mennirnir séu með ennþá. En samt — mér finnst hávaðinn of mikill. Alltof mikill. Það heyrir maður þegar farið er út á staðina — það gerir maður þegar maður hefur frjálst kvöld, verður að gera það til að vita hvar maður stendur og hvað er á gangi. Ég álít til dæmis um fólk, sem komið er um tvítugt, að það sé alveg hætt að hafa gaman af þessu svona. Það hefur áhuga á melódíunni, sem verður vinsæl, en ekki á hávaðan- um. Það er alveg öruggt. Og mað- ur tekur líka oft eftir því að full- orðið fólk hefur áhuga á bítlalagi, en það hefur ekki áhuga á því fluttu með þeim hávaða sem nú viðgengst hér á restaurationunum. Ég skil ekki þá veitingamenn, sem vilja láta framleiða hjá sér þessi diöfuls læti. Ég hef oft talað við fólk, sem kvartar yfir þessu, hefur be:nlínis flúið staðina: það er ekki hæqt að vera þarna fyrir hávaða, segir það. RÖDD'N HEFUR ÞROSKAZT — Þú hefur stundað hljóðfæraleik eitthvað jafnframt söngnum. — Éq soilaði nú ekki mikið. Lék á básúnu þegar ég var í Iðnskólan- um, þá í skólahliómsveit, en ann- ars hef ég ekki gert mikið af því. Það er kannski einkum veqna bess að maður hefur alltaf haft nóq að gera með raddböndunum. Fkki hef ég heldur lært söng beinlínis. en fór á sínum tíma til allmarqra söng- kennara, meðfram að gamni mínu. Til Péturs Jónssonar oq Siaurðar Skagfields, til dæmis. Éo fór líka til söngvara, sem éq oeri ekki ráð fyrir að vilji láta nafns síns oetið, en hafði lært í Svíþióð cq hefur kennt mörqum söna. Af honum var hæqt að læra mikið. Það er nefni- lega ekki nóg að vera söngvari, maðurinn verður líka að hafa hæfi- leika til að kenna. Oq það hefur hann. En ég var nú kannski ekki akkúrat á þeim buxunum að læra mikið að synoia. En þetta hefur nú, mí seqia, gengið ágætlega . , . — Maður hefði getað ætlað að bú hafir lagt mikið upp úr að þjálfa röddina, fyrst henni hefur heldur farið fram með árunum en hltt. — Já, mér finnst röddin frekar hafa broskazt en hitt. Ég var fyrir skömmu að bera saman túlkunina á laainu Til eru fræ, sem ég söng inn á nýju plötuna mína, og sem én söng líka fyrir fimmtán ár- um, og mér fannst árangur- inn allur annar og betri nú. Ég vil ekki leggja allt upp úr samanburði, en ég held að enginn vafi sé á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.