Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL i9 jafnvel ekki óskaðlegt, að þvinga mat í þau, nývöknuð og lystar- laus. Þykja rannsóknir dr. Schiötz hafa leitt þa'Ö ótvírætt í ljós,a<S þau börn,er slíka morgunhressingu hafa fengið, hafi orði'ð heilsu- ibetri og þróttmeiri. Og þess vegna hefir því stórvirki veriS af staÖ hrundiÖ, að Oslóarborg býður öllum skólabörnum sínum fjörefnaríka morgunhressingu, sem er 300—500 gr. mjólk, 2 rúgbrauðssneiðar og ein gulrófa eða eitt epli eða einn banan. Börnin neyta þessarar máltíðar saman í hópum, undir umsjón hjúkrunarkonu, um kl. 9 á morgnana. GríÖar stór auglýsinga- spjöld hanga á veggjum borðstofunnar: Sittu beinn meðan þú borðar. Borðaðu hægt. Drekktu ekki með mat í munninum, o. fl. reglur eru þar skráðar með stóru letri. Fyrstu árin neyttu þessarar máltiðar aðeins þriðjungur barn- anna, vegna allskonar misskilnings, en s.l. vetur yíir % allra skólabarna borgarinnar. Margir aðstandendur borga þennan mat, og ríkir menn hafa gefið fé til styrktar, en auðvitað lendir allur þungi gjaldanna á hænum. En svo sannfærðir eru horgarbúar um ágæti þessara matgjafa, að jafnvel hinir örðugu tímar megna ekki að kyrkja þetta framtak, sem svo mörg önnur. Og borgarstjórnin lýsir yfir því, að þessi útgjöld muni verða með því síðasta er hún leggi til, að spöruð verði. Forráðamenn þessara mála segia, að þegar vísindaleg sönnun sé fengin fyrir því, að með því að verja 20—30—40 aurum á dag í slíka matargjöf handa hverju barni á vissu aldursskeiði, sé mjög aukin heilbrigði þess og lífs- þrótturinn magnaður að verulegum mun, þá sé hag einstaklings og heildar liest horgið með því, að spara ekki þetta fé, sem m. a. miðar að því, að fækka sjúkrahúsum og lyfjabúðum í framtíð- inni, og á þann hátt spara eitthvað af ])vi feikna fé, sem nú rennur ])ar út í sandinn. Og nú hafa tvær aðrar borgir í Noregi tekið þessa matgjöf upp, og Svíar eru að byrja líka. Hér á landi hefir þessum málum litið verið sinnt. Þó byrjaði Reykjavík í fyrravetur á mjólkursölu og mjólkurgjöf í öðrum barnaskólanum þar. Og kennarar og aðstandendur barnanna fullyrða, að börnin hafi haft nijög gott af þvi, að þeim hafi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.