Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 20
20 MENNTAMÁL aukist viðnáms])i'óttur gegn blóðleysinu og kröminni, og að þau hafi að verulegum mun minna sóttst eftir sleikipinnum og öðr- urn slíkum óþverra. Mjög athyglisverða skýrslu um þetta flutti útvarpið á dögunum frá hlutaðeigendum, og er ekki ástæða til að vefengja hana. Þá er eg hafði kynnst þessu er að ofan getur, þótti mér ein- sætt að hreyfa þessu hér á Akureyri, því að nóg er hér af kirtla- veikinni og blóðleysinu og herklunum, og því ekki vanþörf á að reyna að stappa í börnin líkamlegum þrótti, og neyta til þess svo að segja allra skynsamlegra ráða. Skólanefndin tók strax vel i málið, og ákvað að leggja til við hæjarstjórn, að upp yrði tekin ofurlítil Schiötz-máltíð hér í skólanum í vetur, sem hærinn og þeir aðstandendur er gætu og vildu, kostuðu í félagi. Skyldu börnin fá 200 gr. mjólkur, 100 gr. skyrs, eina rúghrauðssneið smurða síldarkæfu. Síldina ætlaði Jón Kristjánsson að gefa, og K. E. A. brauðið, og kom þá i bæjarins hlut mjólkin og skyrið, eða um 10 aurar á harn á dag. Auðvitað áttu aðstandendur harnanna sjálfir hér frjálst val um neyslu þessarar máltíðar, gátu látið börnin neyta henn- ar, eða ekki, horga hana, eða ekki. Aðalatriðið, að þau hörn nytu hennar sem þyrftu. En er til bæjarstjórnar kom, felldi hún með 6 atkv. gegn 5 allt fjárframlag til þessa matarmáls, og er það því úr sögu í hráð. En málið er þess eðlis, að líklegt má þykja, að valdhafar heilhrigðismála hæjarins taki þetta merkilega heilbrigðisniál til athugunar og átti sig svo á ]jví, að fyrir þeirra atheina komist ])að í framkvæmd síðar meir. En skólanefndin hefir ekki gefist upp. Hún hefir nú sam- þykkt að reyna til að koma mjólk inn í skólann, og ætlar að verja til þess 500 kr. af því fé, sem skólanum er ætlað til óvissra útgjalda. En liklegt er að ])að hrökkvi skammt, og mun þvi nefndin ætla sér að leita eftir frjálsum framlögum hjá góðum mönnum í þessu skyni, og er að vænta þeSs, að menn, sem eitt- hvað geta, verði vel við, ]>vi málið er tvímælalaust nauðsynja- mál, og góðverk að styðja að framgangi þess.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.