Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 24
24 MENNTAMÁL Magnúss, (allir endurkosnir), Gísli Jónasson og Pálmi Jósefs- son (nýir). Formaður félagsins er Gunnar M. Magnúss. Félagið hefir haft stéttarmál ýms með höndum, t. d. hefir það átt í harðri deilu við skólanefnd Rvíkur um það, hvort nota skyldi gólf í minni leikfimisal Austurbæjarskóla Rvíkur. Gólfið er þannig, að 7 mm. þykkur dúkur er lagður á steingólf. Stétt- arfélagið hafði óskað eftir því, að trégólf yrði sett í salinn. Leikfimikennarar neituðu að kenna börnum almenna leikfimi á gólfi þessu. Skólanefnd vék þá kennurum þessum (þremur) frá starfi. Stéttarfélagið sótti nú málið i samvinnu við stjórn Kennara- sambandsins. Var málið sótt með festu og rökum, og er nú lok- ið með fullum sigri kennara. Margir hafa fylgt máli þessu með eftirtekt. Flefir þetta styrkt mjög samtök kennara og aukið álit annara manna á stéttinni. Rætt hafði verið á fundum félagsins i haust um stofnun bygg- ingarfélags kennara. Upp úr þeim umræðum var svo stofnað sjálfstætt félag, óháð Stéttarfélaginu. Kosnir voru í stjórn bygg- ingarfélagsins: Aðalsteinn Eiriksson, Arngrímur Kristjánsson og Valdimar Sveinbjarnarson. Þá má minnast á mál eitt, er mjög getur orðið til gagns fyr- ir einstaka kennara eða stéttina í heild. Það er ræktunarmál i sam- handi við sumaratvinnu kennara. Forgöngu i því máli hefir Aðalsteinn Eiriksson haft. Hefir hann, bæði sem einstaklingur og félagsmaður, athugað möguleikana fyrir þvi, að kennarar geti á hagkvæman hátt fengið landsvæði til ræktunar. Og i þvi sambandi hefir hann skrifað Búnaðarfélagi íslands og ríkisstjórn, og fengið þau svör, er gefa vonir um góðan íramgang málsins. Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri hélt svo erindi um mál þessi i des. síðastl. á fundi í Stéttarfélaginu. Kennarastéttin hefir um skeið orðið fyrir grimmilegum árás- um frá þröngsýnum mönnum og oftrúuðum. Hafa kennarar verið sakaðir um kristindómsfjandskap, guðleysi og falskenn- ingar í kristindómsfræðslunni. Ofsóknarmenn hafa reynt að spilla vinnufriði kennara og æst foreldra gegn skólunum með

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.