Menntamál - 01.06.1950, Page 50

Menntamál - 01.06.1950, Page 50
112 MENNTAMÁL að fá börnunum blöð, t. d. gömul dagblöð eða vikublöð og láta þau strika undir þá stafi, orð eða setningar, sem þau gátu lesið hjálparlaust. Einu áhaldinu hafði ég kynnzt hér heima og notað talsvert með ágætum árangri, en það var stafaveskið. Aðrir kennarar létu börnin búa sér til eins konar vinnubækur, sem voru gerðar þannig, að barnið klippti úr blöðum, bókum eða tímaritum stafi, orð eða stuttar sögur eða frásagnir. Þegar barnið hafði farið yfir þetta í áheyrn kennarans og fengið það staðfest af kennara, að það kynni þetta, fékk það að líma það inn í vinnubók sína. En þetta voru aðeins heimaverkefni. Margt mætti fleira tilnefna, en slíkt hefur litla þýðingu og lýsingar einar án sýnishorna eru oftast gagnslitlar. HEIMILDIR: Anton Nielsen: Den förste lœseundervisning. Mogens Kyng: Læsningens psykologi. Carl Aage Larsen: Læsevanskeligheder hos börn. Misminni var það, sem sagt var i minningargreininni um Sigurð Guðmundsson skólameistara í næst síðasta liefti Menntamála, að það hafi verið móðir hans, sem Lárus Rist gisti á leið sinni noröur í land á bernskudögum sín- um. Það var föðurmóðir Sigurðar. Leiðréttist það hér. Á. H,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.