Menntamál - 01.06.1950, Page 57

Menntamál - 01.06.1950, Page 57
MENNTAMÁL 119 stóðu til. Þegar hann hóf sína myndugu ræðumannsraust með leikandi mælsku til framdráttar áhugamálum sínum eða sendi andstæðingunum sín hárbeittu ádeiluskeyti með vægðarlausri rökhyggju, biturri kýmni og baráttugleði var sem loftið gneistaði í litla fundarsalnum í Borgarnesi. Ég hef oft um það hugsað, að það var of þröngt um hann á slíkum stundum. Þá hefði hann átt að hafa þúsundir eða tugþúsundir áheyrenda. Þá fyrst hefði hann notið hæfi- leika sinna. Við vorum ekki í vafa um það á þessum ár- um, samherjar hans, að hann var efni í þjóðmálaskörung, hefði starfsemi hans að fullu beinzt inn á þá braut. Og síðari ára reynsla hefur fært okkur heim sanninn um það, að þar hafði hann meira til brunns að bera en rök- vísi og ræðulist. Hann hefur sýnt, að hann er í ríkum mæli gæddur þeim kostum, sem þann má prýða, sem falin er forsjá opinberra mála. Á því sviði hefur hann reynzt óvenju starfhæfur. Hann er framúrskarandi stjórnsamur og reglusamur og frábærlega vandvirkur við hvert starf stórt og smátt. Hann hefur mikla fjárgæzluhæfileika og hefur jafnan látið sér mjög annt um að treysta fjárhags- legt öryggi þeirra stofnana, sem honum hefur verið trú- að fyrir. Þannig hefur hann undirbyggt öll þau framtíð- arfyrirtæki, sem kom í hans hlut að hrinda í verk sem oddviti kauptúnsins, svo sem hafnargerðin, vatnsveitan kaup á landi kauptúnsins og stofnun byggingarsjóðs barna- skólans, svo að nefndar séu nokkrar helztu stjórnarfram- kvæmdir þess tímabils. En þrátt fyrir þau miklu umsvif, sem hlutu að fylgja stjórn kauptúnsins á þessum árum var fjarri því að hann vanrækti aðalstarf sitt skólastjórn og barnafræðslu. Því hefur hann jafnan sinnt af þeirri al- úð og trúmennsku sem honum er samgróin. Enda er það samhljóða álit allra sem ég hef heyrt á það minnast, að öll skólabörnin hafi elskað og virt hann, þótt jafnan hafi verið svipvindasamt um þennan tilþrifamikla stríðshest, utan skólaveggjanna, á sviði bæjarmála og stjórnmála.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.