Menntamál - 01.06.1950, Qupperneq 63

Menntamál - 01.06.1950, Qupperneq 63
menntamál 125 sál sinni. Hann kom í ræktunarhug, en slíkt hugarfar er hverjum kennara hollt og drjúgt til dáða í kennslustarfinu. Kristján stundaði nám í gagnfræðaskólanum á Akur- eyri veturna 1904—1906 og lauk þaðan ágætis prófi. Næstu tvo vetur var hann heimiliskennari hjá Stefáni Stefáns- syni, alþingismanni í Fagraskógi. Haustið 1908 settist hann í 3. bekk Kennaraskólans og lauk þaðan ágætu prófi vorið eftir. Næsta haust, haustið, 1909, réðst hann stunda- kennari að Barnaskóla Akureyrar, en haustið 1913 fékk hann fasta stöðu við skólann og starfaði síðan við þá stofnun til ársins 1946, en þá gerðist hann fastur kenn- ari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Veturna 1917—1920, eða á styrjaldarárunum fyrri, þegar draga varð saman skólahald á Akureyri, vegna styrjaldarinnar, varð það að samkomulagi milli Kristjáns og skólanefndar barnaskól- ans, að hann hyrfi frá skólanum og að búi sínu. Kom þetta sér vel fyrir báða, því að ekki var unnt fyrir Kristján að lifa af kennaralaunum sínum á Akureyri. Hvarf hann svo aftur að skólanum haustið 1920. Kristján kenndi jafnan efstu bekkjum skólans, og einkum þó þeirri deild, sem hugsaði til framhaldsnáms, og þótti jafnan gott að taka við þeim börnum af Kristjáni, því að hann var bæði dug- legur og samvizkusamur kennari og auk þess mjög vel að sér. Veturna, sem Kristján var heima á Dagverðareyri, tók hann unga pilta til kennslu, og kenndi þeim gagnfræða- greinar. Las hann með þeim allar námsgreinar 1. bekkjar, svo að þeir gátu tekið próf upp í 2. bekk. Margir þessara manna eru nú orðnir þjóðkunnir menn, svo og margir nemendur hans úr barnaskólanum. Það má mæla húsa- bæturnar og nýræktina á Dagverðareyri og meta þær til fjár, en hin andlegu uppfræðingar- og ræktunarstörf verða ekki mæld með sama mælikvarða. Þar er stundum skrifað í sandinn, stundum sáð í óvissu og oft langt að bíða uppskerunnar. En biðlundin og þolinmæðin er aðall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.