Menntamál - 01.04.1971, Qupperneq 4

Menntamál - 01.04.1971, Qupperneq 4
Prófa- múrinn Frásögn Hadassah Gillans af því, hvers vegna ísrael varð að brjótast I gegnum múr greindarprófanna, minnir okkur enn einu sinni á það, hve blessunarlega lausir við íslend- ingar erum við ýmsa þá erfiðleika, sem fjöldi annarra þjóða á við að etja í skólamálum. í fyrsta lagi er sjálfur vandinn, sem ísrael varð að leysa, ekki til hér á landi, ef dæma MENNTAMÁL 34 má af þögninni: hér er varla rætt um hópa af börnum með stéttbundna lága greindarvísi- tölu, er rekja megi til uppvaxtar í menningar- snauðu umhverfi. En auk þess er hér heldur ekki um að ræða þá hindrun, sem ísrael varð að yfirstíga til að leysa þennan vanda. Oftrú á vísindalega grundvölluð próf — greindar- próf eða önnur — hefir hér ekki orðið að neinum slíkum þröskuldi á vegi réttlætis og mannúðar í mati á nemendum, að jafna megi til hljóðmúrsins eða annarra torsigraðra náttúrufyrirbæra. Á löngu gelgjuskeiði sínu hafa prófvísindin ekki náð þeirri fótfestu í ís- lenzkum skólum, að trúin á þau standi þeim sjálfum fyrir þrifum. Þróun prófvísindanna stefnir nú burt frá vélrænum spám um þroskamöguleika nem- enda og í átt til rýmri skilgreiningar á náms- hæfileikum og meira víðsýnis í dómum yfir nemendum og úrskurði um námsferil þeirra. Um að færa okkur í nyt þessa framför stönd- um við þetur að vígi en þær þjóðir, sem fyrri urðu til að binda trúss sitt við prófvísindin og fella í kerfi traust sitt á þær aðferðir þeirra og niðurstöður, sem síðan hafa reynzt ófull- komnar og ófullnægjandi. Á því er enginn vafi, að þau próf, sem við nú notum til að ákveða námsferil — og þar með æfiferil — nemenda, eru iðulega eins óréttlát og ómannúðleg gagnvart mörgum nemendum og hefðbundin greindarpróf reynd- ust vera gagnvart menningarsnauðum inn- flytjendabörnum í ísrael. Og við þurfum að losna — og erum raunar að byrja að losna — undan ofurvaldi þessara prófa, ekki síður en ísrael varð að brjótast úr viðjum greindar- prófanna. í því efni er hinn seini viðgangur prófvísindanna á íslandi e. t. v. okkar mesti styrkur: að baki prófunum stendur engin vís- indalega grundvölluð „bezta vitund“, er kosta þurfi fræðilegt samvizkubit að breyta gegn. Að nýta það, sem prófvísindin og önnur sál- fræðivísindi hafa nú bezt að bjóða skólunum, ætti að vera okkur þeim mun auðveldara sem við höfum á þessum sviðum fáu gömlu að gleyma.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.