Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 15
í stað þess að leyfa þeim að velja þær a£ eigin áhuga, ef hann er fyrir hendi, eða þá að hvetja þá almennt til að leita sér að þeim viðfangsefn- um, sem láta þeim bezt. Ef öllum nemendum eru kenndar tæknigrein- ar, aukast líkurnar á því, að áhugi og geta ráði námsbrautarvali þeirra en ekki, eins og nú á sér allt of oft stað, lélegur árangur eða íall á prófi. c) Borgara- og félagsmenntun. Undirstaðan yrði hér kennsla um ýmis grund- vallaratriði í félagsfræðum, en umfram allt ætti menntun á jjessu sviði að felast í því að vekja og þjálfa ábyrgðartilíinningu nemendanna. Aðferðir. Hér er um svo fjölþætt mál að ræða, að engin tök eru á að gera því skil lið fyrir lið. Eg verð að láta mér nægja að vekja athygli á þeim atrið- um einum, sem mér virðast skipta mestu máli: — Hverju markmiði samsvarar ein eða fleiri aðferðir — sem er enn ein ástæða til þess, að markmið séu skilgreind. Ef markmiðið er t. d. almenn fræðsla (samanber markmiðagreining- una í II, 3 hér að framan), henta fjölskynstæki og fyrirlestrar sérstaklega vel. Ef um æfingu í framsetningu er að ræða, er gott að byrja á inn- gangserindi og hafa síðan hópumræður. Ef læra á að beita tækjurn fræðigreinarinnar, dugir ekk- ert nema endurtekning og einstaklingsvinna. Og þjálfun í aðferðafræði felur í sér gagnrýni á að- ferðina sjálfa. — Þá bannhelgi sem nú er á það lögð, að tal- að sé um skólann í skólanum, verður að afnema. Kenna verður nemendum að liafa vakandi auga með eigin menntun, gera sér grein fyrir eðli hennar og inntaki og vega hana og meta. — Mat á árangri af kennslunni yrði ekki leng- ur forréttindi kennarans, heldur tækju nemend- ur Jjátt í Jjví með honum. Vinna verður að Jjví af alefli, að í stað mats komi sjálfsmat, Jj. e. a. s., að nemandanum sé gert kleil’t að meta náms- árangur sinn jafnt og Jjétt og gera sér grein lyrir Jjví, hvar honum hefir orðið á. Auðvitað Jjýðir Jjetta ekki Jjað, að nemandinn gefi sér sjálfur einkunnir eða að kennarinn eigi að forð- ast að láta dóm sinn í ljósi við nemandann. En Jjað Jjýðir, að kennarinn og nemandinn eiga í sameiningu að liugleiða eríiðleika og ávantanir nemandans og ræða leiðir til úrbóta. Með Jjessu móti getur sjálfsmatið gegnt mikilvægu mennt- unarhlutverki, en þó Jjví aðeins, að kennarinn og nemandinn hafi skilgreint í samfelldri heild þau markmið, sem Jjeir stefna báðir að. Benda ber á, að Jjað yrði að sjálfsögðu eftir sem áður hlutverk kennarans að gefa vottorð um viðhlítandi árangur, þegar lokið er tilteknu námsefni eða námsstigi. En Jjar sem kennt er tiltölulega litlum hópum (í mesta lagi 25, helzt 15), gæti raunverulegt samfellt mat vel komið í stað lokaprófa. Ef kennaranum og nemand- anum „bæri ekki saman“, gæti nemandinn áfrýj- að, ef svo má að orði kveða, með Jjví að taka próf hjá öðrum kennara. 3. Starfsmenntun og grunnrnenntun. Ástæðan til Jjess, að hér er fjallað um báða Jjessa Jjætti í einu, er einfaldlega sú, að mér virðist ógerningur að greina á milli þeirra, ef við flokkum Jjá báða undir „menntun". Það sem eg á við er, að Jjað veltur miklu fremur á að- ferð en inntaki, hvort um starfsmenntun eða grunnmenntun er að ræða: verknámsgrein má kenna þannig, að hún leggi sinn skerf til al- mennrar menntunar nemandans, og hreina bók- námsgrein þannig, að hún komi að haldi í starfs- námi. Við látum Jjví aðferðirnar eiga sig, og snúum okkur að því, sem Jjessum þáttum er sameiginlegt.0) а) Skipulag menntunarinnar er pað, sem hér skiptir öllu máli. Um skipnlagið vildi eg leggja Jjetta til: — Frá 14 ára aldri ætti hver nemandi að eiga Jjess kost á tveggja til Jjriggja ára fresti að ljúka tilteknu námsstigi. б) 1 þeirri lýsingu á námsfyrirkomulaginu, sem hér fer á eftir, hefi eg vísvitandi sneitt lijá orðunum „próf“ og „réttindi", til Jjess að forðast þann mis- skilning, scm núverandi merking orðanna gæti valdið. Þýð. MENNTAMÁL 45

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.