Menntamál - 01.04.1971, Síða 22

Menntamál - 01.04.1971, Síða 22
kennslu yrði það eitt meginhlutverk slíkra stofn- ana að vera miðstöð sérþekkingar og reynslu um allt sem lýtur að fullorðinnakennslu. í þeim til- vikum, sem hér um ræðir, myndu þær þá fyrst og fremst leiðbeina og aðstoða við skipulagn- ingu og framkvæmd kennslunnar og sjá sérfræð- ingunum, sem kennsluna verða að annast, fyrir þeirri þjálfun í kennsluaðferðum, sem flesta þeirra mun eðlilega skorta. Þörfin á ummenntun vegna atvinnuskipta get- ur varla talizt brýn enn sem komið er, a. m. k. ekki að því er varðar hópa eða stéttir, er missi atvinnu vegna tæknilegra breytinga. Ekki er slíkt þó dæmalaust, og má t. d. nefna símastiilkur í Reykjavík, er komið var á sjálfvirku símakerfi. Hitt er annað mál, að vaxandi fjöldi einstakl- inga skiptir um störf einu sinni eða oftar á starfsferli sínum, og er ekki ósennilegt, að taka verði meira tillit til þarfa þeirra en nú er gert, eftir því sem almennar kröfur um starfsundir- búning fara vaxandi. Þær kröfur hafa hér löng- um verið harla lágar, þegar sleppti störfum með lögboðinn undirbúning, og höfum við sloppið með það vegna tiltölulega liárra standarða í al- þýðumenntun og menningu. Óvíst verður að telja, að þeir standarðar haldist án sérstakra að- gerða á sviði kennslumála, ekki sízt í fullorð- innakennslunni. Að lokum vildi ég nefna eitt mikilvægt atriði varðandi atvinnumenntun. Líklegastir til að verða sér úti um viðbótar- og endurmenntun eru þeir hópar, sem bezta menntun hafa fyrir. Sem dæmi má nefna frumkvæði Verkfræðingafélags íslands að stærðfræðinámskeiðum fyrir verkfræð- inga á vegum háskólans. Sérstök nauðsyn er því að kanna — í samvinnu við stéttarfélög og verka- lýðssamtök — þarfir minna menntaðra stétta og livetja þær til að viðhalda þekkingu sinni og auka hana. Ein bezta hvötin er kostur á hent- ugum tækifærum. III. Tómstundandm. Mcð þessu heiti er hér átt við nám, sem miðar að eftirsóknarverðri nýt- ingu tómstunda. En áður en vikið er nánar að því, er rétt að nota tækifærið sem heitið býður til að minna á það, að mestallt fullorðinnanám er tómstundanám í öðrum skilningi: Það fer mestmegnis fram á þeim tíma sem menn eiga af- lögu frá störfum. Fullorðinnanámið keppir við bæði störf og skemmtun um tíma manna og orku. Almennt mun gert ráð fyrir áframhald- andi styttingu vinnutímans og fjölgun tóm- stunda hvers dags eða hverrar viku. Þess er ekki að vænta, nema til komi breyting á þeim venj- um og viðhorfum, sem einkenna neyzlusamfélög nútímans, að auknum tómstundum verði sjálf- krafa varið til annars náms en e. t. v. jress, sem efnahagsleg nauðsyn — ímynduð eða raunveru- leg — krefst. Áframhaldandi nám eftir að menn eru komnir í störf og stöður er síður en svo sjálf- sagður hlutur enn sem komið er. Margir liafa fengið sig fullsadda á skólagöngu á unga aldri, og orðin „nám“ og „kennsla" vekja ekki Iijá þeim ýkja jákvæð viðbrögð. Það verður ]ní ekki nóg að fullnægja þeirri eftirspurn, sem sjálf- krafa gerir vart við sig, heldur verður að skapa eftirspurn, vekja menn til skilnings á Jieim mögu- leikum til lífsfyllingar sem tómstundanámið býður upp á. Að sjálfsögðu ber hér að varast eins og heitan eldinn alla þvingun eða nauðung. En eftirspurnin er m. a. undir framboðinu kom- in, og veltur því mikið á Jrví, að til boða standi sem allra ljölbreyttast nám í eins aðlaðandi og aðgengilegu formi og frekast er kostur á. Um tómstundir manna er fullorðinnanámið í beinni samkeppni við æ ríkulegra framboð af fánýtum tækjum til tímadráps, sem eiga lítið skylt við lífsfyllingu, ef hún, eins og hér er gert ráð fyrir, felst í virkum áhuga, skapandi athöfn og lieil- brigðri geðhvíld. En víkjum þá að tómstundanámi í jreirri merk- ingu sem orðinu er valin hér. Nám lil menn- ingar- og fróðleiksauka er að efni til skyldast skólanáminu, sem um er rætt hér að framan. En sérstök ástæða er til að benda á, að um náms- hætti og kennsluform Jrarf hér enn síður en í öðru fullorðinnanámi að líkja eftir venjulegum skólum. Auk formlegra námskeiða á heils eða hálfs vetrar kennslutímabilum, er hér rúm fyrir styttri námskeið af mörgu tagi, Jrar á meðal sér- staklega ýmis konar skyndinámskeið — umræðu- hópa, liringborðsumræður, spurningar og svör, MENNTAMÁL 52

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.