Menntamál - 01.04.1971, Side 33

Menntamál - 01.04.1971, Side 33
o o o o o o að leggja fyrir tvö próf í sömu grein og reikna út fylgni liinna tveggja einkunna. Þetta gildir um (a) ritgerðapróf og (b) spurningapróf, þar sem mismörg atriði eru í spurningunum. Kuder-Richardson for- múla 21, sem er birt á bls. 30, gildir aðeins fyrir hlutlæg próf, þar sem einkunn fyrir hvert svar er annað livort 1 eða 0: þ. e. a. s. annað hvort rétt eða rangt (rangt eða sleppt telst hvort tveggja 0). Þetta gildir líka um próf (jafnvel þótt oft sé brotið í bága við þá reglu), sem meira en 20% af nemend- unum fá ekki lokið, [). e. a. s. próf með tímatakmörkunum. Tímatakmörkun hækk- ar með fölskum hætti áreiðanleikastuðulinn svo mjög, að ef lakari nemendurnir geta aðeins lokið við helming prófsins, væri næst- um ómögulegt að fá lága samsvörun. Samt sem áður er stundum nauðsynlegt og rétt að leggja fyrir próf með tímatakmörkun. í slíkum tilvikum er eina rétta og hlutlæga aðferðin við að meta áreiðanleika sú, að leggja fyrir tvö próf af sömu tegund og reikna út fylgnina á milli hinna tveggja einkunna. Stundum gabba kennarar sjálfa sig með því að taka tvær ritgerðir (en fyrir hvora um sig hefur verið gefin sjálfstæð einkunn), reikna út fylgni einkunna fyrri ritgerðar- innar við einkunnir síðari ritgerðarinnar og kalla síðan þá fylgni áreiðanleika prófs- ins. En það er ekki rétt. Það sem reiknað iiefur verið út er áreiðanleiki einnar ritgerð- ar. Ef notuð er summa eða meðaltal beggja ritgerðareinkunnanna sem einkunn fyrir prófið, er áreiðanleiki J)ess tvisvar sinnum fylgnin deilt með einum plús fylgnin. Sé lylgnin t. d. 0,60 þá er áreiðanleiki 2 x 0,60 1.20 12 3 0 ' T + 0,60 ~ 1,60 _ 16 ”4 _ ’ Þetta er kallað „Spearman-Brown Proph- ecy Formula“. Annað afbrigði hennar er birt á bls. 32. Hana ætti einnig að nota í hvert sinn sem reiknaður er út áreiðanleiki ineð gömlu aðferðinni að reikna út fylgni einkunna á þeim spurningum, sem hafa jafna tölu, við spurningar, sem hafa odda- tölu. Fylgnin, sem fæst, er áreiðanleiki helmingsins af prófinu. Til að reikna út áreiðanleika alls prófsins, skal gert eins og lýst var hér að framan: tvöfalda fylgnina og deila með einum -þ fylgnin. Þuríður [. Kristjánsdóttir þýddi. 1 MENNTAMÁL 63

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.