Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 28
Frá F.H.K. Ráðstefna um frumvörp til laga um grunnskóla og Kennaraháskóla á vegum Féiags háskóla- menntaðra kennara með þátttöku stúdenta í heimspekideild. Ráðstefnan var haldin dagana 20. og 21. marz í Hótel Loftleiðum. Ingólfur A. Þorkels- son formaður FHK setti ráðstefnuna og Ragnar Ingimarsson formaður Bandalags háskóla- manna ávarpaði hana utan dagskrár og færði þær fréttir, að bandalaginu hefði borizt bréf frá fjármálaráðherra með tilmælum um, að það tilnefndi tvo menn í nefnd, sem fengi það verkefni að vinna að heildarendurskoðun á lögum um samningsrétt opinberra starfs- manna. Taldi Ragnar þetta lofa góðu, nú mætti vænta einhvers árangurs af baráttu BMH fyrir samningsrétti. Dr. Bragi Jósefsson flutti framsögu um grunnskólafrumvarpið og gagnrýndi m.a. hið mikla vald, sem menntamálaráðuneytinu er fengið, og hvernig því væri ætlað að vasast í flestum greinum skólastarfsins. Taldi hann, að efla bæri fræðslumálastjórn, en draga úr áhrifum menntamálaráðuneytisins og benti á 4. Ævinám, menning og einsta 1< I ingsh a m ingja. Allt, seni ég hefi um þetta efni að segja, hefir jjegar komið fram fyrr í þessum lnigleiðingum, og skal það ekki endurtekið hér. Fyrirsögnin ein verður að nægja til að niinna á jjað, að ævi- námið er ekki eingöngu efnahagsleg nauðsyn tækniþjóðfélagsins heldur engu síður persónuleg nauðsyn hvers einstaklings — þó ekki væri nema til að standa betur að vígi í vörn sinni gegn vax- andi ágangi ópersónulegra þjóðfélagsafla. ýmis atriði, sem betur ættu heima í reglugerð og önnur, sem lýstu ótta höfunda frumvarps- ins um, að ákvæði yrðu ekki framkvæmd og fé og starfslið mundi skorta. Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur, flutti framsögu um Kennaraháskólafrumvarpið. Hann sagði, að gera yrði þá kröfu til kennara, að þeir fengju nemendur til umræðna og hvettu þá til sjálfstæðrar hugsunar, og væri góð fagleg menntun kennara ein höfuðfor- senda þess, að það væri hægt. Því bæri að fagna þeirri meginhugsun frumvarpsins, að auka þurfi menntun kennarastéttarinnar. Þor- steinn taldi hagkvæmt, að Kennaraháskóli yrði deild eða stofnun innan Háskólans, e.t.v. með sérstaka stjórn og fjárhag, og ætti ekki að halda þar uppi kennslu í kennslugreinum Háskólans, svo sem íslenzkum fræðum og raungreinum, m.a. vegna þess að skortur væri á kennurum og þeir hæfustu mundu frem- ur ráðast að Háskólanum. Fjörugar umræður urðu um viðfangsefni ráðstefnunnar að loknu kaffihléi á laugardag. Á sunnudag unnu starfshópar að ályktunum um bæði frumvörpin og voru þær síðan rædd- ar og afgreiddar á sameiginlegum fundi þátt- takenda síðdegis og fram á kvöld. Ályktanir ráðstefnunnar voru samþykktar einróma. Frá ályktun ráðstefnunnar um grunnskólafrumvarpið verður nánar skýrt í Menntamálum f haust, þegar frum- varpið verður væntanlega lagt fyrir Alþingi að nýju. Ritstj. MENNTAMÁL 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.