Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 18
þeim mun auðleystari sem um fleiri nemendur er að ræða; einstaklingsbiindin kennsla er þvi aðeins möguleg, að nemendafjöldinn sé mikill. Er hugsanlegt að í smærri menntastofnunum verðum við í þessu efni að setja markið lægra en við helzt vildum? — Ástæða kann að vera til að óttast ólýðræðis- legt úrval nemenda, þar eð seinfærari nemend- ur yrði einkum að finna meðal þeirra, sem vegna ytri aðstæðna eru verr undir nám búnir; félagsleg síun kynni þannig að eiga sér stað strax í upphafi námsins. Hins vegar er það ein- mitt markmið einstaklingsbundinnar kennslu að sjá svo um að seinfærir nemendur haldi ekki áfram að vera seinfærir. Auk þess virðist engin ástæða til að gera ráð fyrir því, að nemendur séu seinfærir í öllum greinum; meiri líkur eru til að þeir séu seinfærir í sumum greinum en miði greiðlega í öðrum. — Telja má hættu á því, að kennsla sem frarn fer í afmörkuðum og sjálfstæðum smáhópum verði til þess, að sjónhringur nenrenda þrengist og menntun þeirra og menning verði í molum. Til að draga úr þeirri hættu, þarf að sjá um, að námsgreinar séu ekki einangraðar í kennsl- unni heldur tengdar hver við aðra. VIII. Nokkrar afleiðingar þessara tillagna 1. Upplýsingastarfserni og ráðgjöf. Augljóst er að upplýsingar og ráðgjöf rnyndu hafa ákaflega mikilvægu hlutverki að gegna. Allir nemendur, yngri sem eldri, yrðu að eiga aðgang að upplýsingum um atvinnuliorfur á hverjum tíma. Og ef nemandinn á að geta notað valfrelsið til að finna sinn rétta stað með tilliti til annarra og til síns eigin þroska og framfara, verður ráðgjöf að vera fastur þáttur í allri menntun. 2. Hlutverk liennara og kennaramenntun. Hlutverk kennarans myndi gjörbreytast, og kennaramenntunin yrði mikilvægari en nokkru MENNTAMÁL 48 sinni fyrr. Róttækar breytingar yrðu á lífi kenn- aranna sjálfra, þó ekki væri nema vegna þeirra áhrifa, sem ætlazt yrði til að þeir liefðu á um- hverfi sitt og samfélag. 3. Byggingar. Vegna hinna nýju kennsluhátta yrði augljós- lega að endurskoða byggingamál skólanna frá öllum hliðum. IX. Hvernig á að koma þessu öllu af stað? Ef tillögum af þessu tagi er ekki umsvifalaust hafnað, verður að taka þær til langrar og ræki- legrar athugunar, jafnvel iielzt áður en þær eru gerðar alþjóð heyrinkunnar, því að svo örvandi sem þær kunna að vera, eru sumar þeirra senni- lega draumsýn ein. Ef l'ramfylgja ætti tillögunum, yrði að gera það í þremur áföngum. 1. Eins árs undirbúnings- og rannsóknaráfangi. Vinnuhópum yrði falið að athuga: a) Inntak kennslunnar, bæði lárétt — ]j. e. a. s. grein fyrir grein, til að ákveða hvernig megi skilgreina þær að nýju með því að taka upp (e. t. v. með einhverjum breytingum) þá mark- miðagreiningu, sem hér hefir verið stungið upp á — og lóðrétt — þ. e. a. s. til að ákveða hvernig megi koma á samfelldri námsbraut allt frá barnaskóia til háskóla. Brýna nauðsyn ber til, að komið verði í veg fyrir, að grunnskólar, fram- haldsskólar, tækniskólar og æðri skólar vinni að þessum málum hver í sínu liorni. Það er þess vegna sem þörf er á lóðréttum athugunum. Grunnskólunum hættir t. d. enn um of til þess, e. t. v. óafvitandi, að stefna að einhvers konar fullnaðarprófi sem lokatakmarki, og þeir eru enn að of miklu leyti lokað kerfi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.