Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 21
skemmra lilé krefst oft mikils átaks. Margs konar leikni, sem ekki hefir verið beitt í starfi, hefir glatazt og mörg minnisatriði óhjákvæmilega gleymzt; fæstir myndu standast sitt síðasta heild- arpróf fimrn eða tíu árum eftir að það var tekið. Óttinn við fyrirhöfnina, sem því fylgir að hefja nám að nýju, fælir menn iðulega frá því, þótt löngunin sé fyrir hendi. Þess vegna er sérstök þörf á aðstoð við þá, sem þurfa að rifja upp fyrri kunnáttu áður en þeir geta haldið lengra. Eins og málum er nú liáttað, niunu fæstir venjulegir skólar hafa tök á því, að sinna þeirn þörfum, sem hér hefir verið lýst. Er því líkleg- ast að það komi fyrst um sinn i hlut sérstakra stofnana, eins og t. d. Námsflokka Reykjavxkur, að sjá um þessa hlið fullorðinnakennslunnar. Hins vegar er það athugandi, hvort í framtíð- inni sé ekki hentugast, m. a. vegna nýtingar kennslukrafta, að reglulegir skólar sjái fyrir allri kennslu á sínu stigi. Að sjálfsögðu er þá ekki átt við, að þeir, sem komnir eru af venjulegum aldri hvers skólastigs, sæki reglulega kennslu með venjulegum nemendum; langoftast geta þeir það hvorki né \ iIja, né heldur þurfa þeir þess. Þeir yrðu að fá kennslu í samræmi við sínar sér- stöku þarfir, með fullu tilliti annars vegar til þeirrar reynslu og jxess sérstaka áhuga, sein jxeir koma til námsins með, og hins vegar til Jxess, að sá tími, sem jxeir hafa yfir að ráða, er takmark- aður. Kvöldkennsla, samjxjöppuð námskeið, jafn- vel fjarnám eins og t. d. bréfakennsla, þyrfti að standa jreim til Ixoða. IL Atvinnunám. Fullorðinnamenntun á Is- landi liefir enn sem komið er frekar beinzt að persónulegum þörfum einstaklinga en að jxirf- um heilla stétta eða efnahagslegum Jxörfum þjóð- félagsins í heild. Viðbótarnám til að auka hæfni einstaklinga í starfi er Jrví sá Jxáttur atvinnu- námsins, sem helzt hefir verið sinnt og auðveld- ast yrði að eíla. Þörfin er jafnan fyrir hendi, af Jjví að hún er ekki bundin við efnahagsnauðsyn eina, heldur sprettur einnig af innri hvötum, svo sem metnaði og ósk um þá fullnægingu, sem felst í valdi yfir viðfangsefnum. Endurmenntun vegna aukinnar Jrekkingar eða nýrrar tækni hefir minna verið til umræðu. Um eitthvað í líkingu við skipulega endurmenntun eða viðhaldsmenntun liefir einkum veiið að íæða hjá menntastéttum, t. d. læknum og kenn- urum, og mest af þeirri menntun hefir verið sótt til annarra landa. Sama máli gegnir raunar um endurmenntun á sviði iðnaðar og tækni, en segja má að hún hafi verið enn tilvil junarkennd- ari en hjá menntastéttunum. Þess má örugglega x'ænta, að hér verði breytinga og umbóta J)örf í náinni framtíð. Hjá liáþróuðum iðnaðarþjóðum hefir sú lilið fullorðinnamenntunarinnar, sein snýr að endurnýjun hveis konar starfskunnáttu, oft setið svo mjög í fyrirrúmi í umræðum og áætlunum um fullorðinnakennslu sem lullgild- an Jjátt í menntakerfinu, að virzt gæti sem per- sónulegar menntunarþarfir ættu á hættu að verða útundan. Þetta mun vart þurfa að óttast hér á landi, ef okkur tekst (m. a. með ríkulegum tæki- lærum til fullorðinnamenntunar!) að viðhalda þeim arftekna menntunarmetnaði og lærdóms- áhuga almennings, sem við höfum hingað til lif- að á, ef svo má að orði kveða, bæði andlega og efnalega. Hitt blasir við, að hér verður von bráð- ar sama þörf og annars staðar á þeirri endur- menntun, sem sífelld aukning Jrekkingar og örar breytingar á tækni hafa í för með sér. Þeim störfum fækkar jafnt og Jjélt, sem hægt er að gegna án annai's undirbúnings en svokallaðrar almennrar menntunar. Aukin menntun merkir Jjví meðal annars aukna sérfiæðinrenntun og starfsmenntun. Þótt Jjað kunni að virðast Jjvex- sagnarkennt, má því segja, að Jjví meiri þörf veiði á endurmenntun senr frummenntunin er meiri. Hér er e. t. v. enn einkum um framtíðar- Jjarfir að í'æða. Sennilega er Jjó oi'ðið tímabært að kanna þarfir á Jjessu sviði, gera yfirlit um Jjá kennslu af Jjessu tagi, sem nú Jjegar fer fram á vegum stofnana og fyrirtækja, og gera ráðstaf- anir til Jiess að opinberar kennslustofnanir geti í framtíðinni fullnægt þeim kröfum, sem líklegt er að gerðar verði til þeirra. Um það skal ekki spáð, hvort endurmenntun starfshópa eða at- vinnustétta verði fyrr eða síðar falin þeim opin- beru kennslustofnunum, sem annast fullorðinna- kennslu. Til mála kemur, að auk beinnar MENNTAMÁL 51

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.