Menntamál - 01.04.1971, Side 27

Menntamál - 01.04.1971, Side 27
sér. Menntun þeirra er aldrei endanleg, heldur þarf jafnt og þétt að endurnýja hana. Af þessu leiðir, að fullorðinnamenntun jjarf að vera beint og eðlilegt framhald skólamenntunarinnar og skilin á milli þeirra að liverfa að mestu leyti, þannig að eftir verði ekki annar mismunur en sá, sem er afleiðing af aldurs- og reynslumun nemendanna og af því, að unglingurinn hefir ráð á að verja megninu af tíma sínum til náms um samfellt árabil. Menntunin þarf að dreifast á allan æviferil einstaklingsins í allt öðrum hlut- föllum en nú, og hlutur fullorðinnanámsins, e. t. v. einkum þess náms, sem tengt er atvinnu og starfi, þarf að aukast stórum. 2. Ævimenntun og hlutverh skólanna. Samkvæmt ævimenntunarhugmyndinni verður meginhlutverk skólanna í framtíðinni ekki að miðla tiltekinni þekkingu (þótt þessi þáttur hverfi að sjálfsögðu aldrei), lieldur að kenna nemendum að læra, móta viðhorf þeirra til þekkingaröflunar og kynna þeim menntaleiðir, eða m. ö. o. að búa Jjá undir ævilangt nám. (í orði kveðnu hefir þetta lengi verið markmið skólanna, en námsefni þeirra og starfshættir benda tii J>ess, að Jreir leggi aðra merkingu í ævinárn en hér er gert). í skólunum Jtarf ekki að ganga endanlega frá neinu; Jiar er aðeins um að ræða fyrsta stigið í menntun nemandans, fyrsta áfanga á langri ferð. Námsefni allra skóla, frá barnaskóla til há- skóla, verður að endurskoða í Ijósi nýrra tæki- færa til áframhaldandi náms eftir að skólagöngu lýkur. Ef menn eiga kost á Jwí að afla sér nauð- synlegrar Jækkingar og þjálfunar með hægu móti, hvenær sem á henni þarf að halda, er námsefni skólanna ekki lengur sjálfgefið, heldur verður að taka til algjörlega nýrrar athugunar spurning- una um Jjað, hvenær bezt eigi við að kenna hina ýrnsu Jjætti námsefnisins. Við slíka endnrskoðnn eru tengdar vonir um Jiað, að draga niegi úr Jieirri starfsemi skólanna, sem með nokkurri ósanngirni hefir verið kölluð ítroðsla, en sinna jDeim mun betur Jjroskavænlegustu hliðum kennslunnar. Einnig er Jiess vænzt, að draga megi úr námsefni skólanna, ekki sízt á efri stigum, og á J>ann hátt stöðva þróunina í átt til æ lengri skólagöngu. Fáir munu taka undir með J>eim, sem telja skólaskyldu til 16 ára aldurs ómannúð- lega, en full ástæða er til að óttast, að sú einliæfa reynsla og J>að andlega og elnalega ósjálfstæði, sem samfara er skólagöngu, kunni að hamla eðli- legum J>roska J>eirra nentenda, sem verja mest- öllum tíma sínum til formlegs náms í mennta- stofnunum langt fram á fullorðinsár. 3. Endurkveemt nám (Recurrent Education). íslenzkum læknum er lögum samkvæmt skylt að viðhalda J>ekkingu sinni, og til er að minnsta kosti einn erlendur vísindaskóli, sem að námi loknu gefur nemendum dagsett skírteini, sem fyrnist innan tíðar, ef eigandinn verður sér ekki úti um endurmenntun með vissu millibili. Eng- in fjarstæða er að ímynda sér, að í framtíðinni verði reglubundinnar endurmenntunar (endur- kvæms náms) krafizt af fjölda manna. Ef til vill verður J>ar einkum um að tæða menn með há- menntun á J>eim sviðum, J>ar sem Jiekkingar- aukningin er hröðust, en hvers kyns tæknimennt- aðir starfsmenn geta átt von á J>ví, að slík k\öð verði á J>á lögð. Þess er að vænta, að á Jiessu sviði sem öðrum lialdist skylda og réttur að einhverju leyti í hendur. Dæmi eru J>ess, að réttur á endurmennt- un sé tryggður í lögum (sbr. orlofsrétt íslenzkra kennara) eða í kjarasamningum starfsmanna, og mun slíkt eflaust fara vaxandi. Varðandi kostnað við endurkvæma menntun hefir verið bent á J>ann möguleika, að almannatryggingar verði látnar taka til báta fyrir tekjumissi vinnandi manna, sem hverfa aftur að námi um stundar- sakir. Frá sjónarmiði ævimenntunar ber að líta á brotthvarf úr skóla sem tímabundna ráðstöfun, sem námshlé en ekki sem námslok. Allir Jiurfa að eiga kost á J>ví að taka til aftur J>ar sem frá var liorfið, án J>ess að }>ví fvlgi sú fyrirhöfn og sá kostnaður, sem nú er oftast um að ræða og mörgunt reynist annað hvort algjör liindrun eða óhóflega þungur baggi. MENNTAMÁL 57

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.