Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.04.1971, Blaðsíða 30
Feuerstein og samstarfsmenn hans líta svo á, að greindarprófin lýsi aðeins kunnáttu og getu, sem er fyrir hendi (eða skorti á þeim), en gefi fáar vísbending- ar um möguleika barnsins. Feuerstein heldur því fram, að það sé ekki hægt að setja vanhæfni afbrigðilegra upp í tölfræðilegar iöflur. Þegar hann eða samstarfsmenn hans prófa barn, koma þeir ekki fram sem alvarlegir, hlutlausir dómarar, sem leggja aðeins verkefnin fyrir og skrifa hjá sér árangur- inn. Þeir kenna um leið og þeir prófa. Dr. Milton Schwebel, deildarforseti við Rutgers Uni- versity, skrifar svo um aðferðir Feuersteins í bók sinni, ,,Hver getur lært?“: ,,Ef barn skilur ekki ákveðin hugtök, t.d. lárétt og lóðrétt, þá er það verksvið prófandans/ kennarans að kenna þau og taka eftir, hve íljótt og fullkomlega barninu tekst að tileinka sér þau. Feuerstein og samstarfsmenn hans telja, að það lág- stéttarsamfélag, sem mörg börnin frá Norður-Afríku ól- ust upp í, hafi ekki gert þau hæf til að tileinka sér þá frumþekkingu, sem nauðsynleg er til þess að ná árangri og standast stöðluð próf. Andstætt venjulegum sálfræðingi, situr prófandinn/ kennarinn ekki eins og hlutlaus dómari, heldur cetur hann barnið í námsaðstöðu, sem getur varað heilan dag eða meir. Hugmyndin með þessari tímafreku að- ferð er ekki að dæma barnið, heldur að ákvarða gall- ana á námshæfni þess og ákveða hverskonar náms- aðferðar það þarfnast. Fyrir þá, sem vanir eru hinni hefðbundnu aðferð ópersónulegs hlutleysis, er aðferð Feuersteins dálítið ruglingsleg. Spaug, tilfinningar, hlýleiki, uppörfun — allt er þetta notað til að glæða áhuga barnsins á að læra það, sem það kann ekki. Smámunasemi greindar- prófsins er lögð á hilluna. Ef barnið veit ekki, hvað er meint með þríhyrningi, hefst sálfræðingurinn handa um að kenna því það. Með þessari aðferð getur hann ákvarðað hæfni barnsins til að leysa vitrænar þrautir og ákveðið, hverskonar kennslu þarf að beita.“ Fáir foreldrar vita, hvað mikið þeir kenna börnum sínum, þegar þeir koma þeim í rúmið, leika sér við þau, fara með þau í smáferðir og tala við þau. Athuganir Feuersteins eru á sinn hátt viðkvæm lýsing á þvf, hvers hin svokölluðu afbrigðilegu börn hafa farið á mis: eng- ar viðræður á sunnudögum, engir leikir við foreldra, aldrei lesið fyrir þau, engar gönguferðir, engin mennt- andi samvistarstund af neinu tagi, sem fræðir börnin á eðlilegan hátt og aðhæfir þau umhverfinu. Aðferð Feuersteins bætir börnunum þann missi, sem í því velst að hafa farið á mis við nám í skauti móður eða í leiki- um við föður. Löngu áður en ísraelsrlki var stofnað, höfðu Gyðing- ar stofnsett „kibutz“in, samyrkjubú byggð á kenning- unni um samhjálp, félagshyggju og félagsstjórn. Þessi lögmál yfirfærðust frá samyrkjubúunum til Youth Aliya- bæjanna, þar sem börnin njóta ákveðins sjálfstæðis og MENNTAMÁL 60 sjálfstjórnar og eru jafnframt alin upp til sjálfsvirðingar. Kennarar, flokksstjórar og húsmæður eru vinir barn- anna. í þessu landi og við þessar aðstæður var röðin nú komin að Feuerstein að vinna að hóplækningum rTnum. Feuerstein var fullviss um, að einn af aðalerfiðleikum afbrigðilegu barnanna væri tilfinning fyrir því að vera lítilsvirt. Barn, sem ekki gat lesið, varð að aðhlátri og yfirgaf bekk sinn með tár í auga. Annað barn, sem ekki gat margfaldað, faldi sig, þegar kennslustund byrjaði. Þriðja barnið, sem átti við hegðunarvanckvæði að etja, var rekið úr kennslustund vegna siæmrar hegðunar. Börnin voru rekin úr samfélagi sínu, en það gerði þau sneypt, hrædd og tortryggin og að lokum örvæntingar- full. Á ýmsan hátt hefur Feuerstein tekizt að nota hóp- inn til þess að láta börnin umgangast jafningja sína. í sumum bæjum hefur hann blandað saman hóp afbrigði- legra barna við heilbrigð börn. í öðrum bæjum eru börnin á svipuðu þroskastigi. Allt er gert til þess að minnka óttann og íilfinninguna fyrir því, að um ósigur sé að ræða í samkeppninni við önnur börn. Tilgangurinn er sá að fá börnin iil að „slappa af“. Þess vegna er lögð áherzla á afrek hóps- ins, en ekki einstaklingsins. Hvert barn telur sig hluta hópsins, og það er ekki lengur eitt í íjandsamlegu um- hverfi. Afbrigðilega barnið telur sig ekki vonlaust úr- hrak; það eru fleiri í sama vanda, og sameiginlega geta þau sigrazt á örðugleikunum. Eftir dálitla dvöl I svona hópum eru börnin send út á samyrkjubúin, þar sem tekið er við þeim eins og heilbrigðum börnum og farið með þau eftir því. Á þessu skeiði hafa þau ekki aðeins lært að lesa, skrifa og reikna og reglur um umgengni í samfélaginu, heldur einnig ákveðið „fag“, svo sem að smiða, sauma eða búa til mat. Margir verða meðlimir samyrkjubúanna, greind- ir, þjálfaðir landbúnaðarverkamenn, sem nýta til fulls vélar, áburð og áveitur og aðra nútíma íækni, sem tækniöldin hefur lagt upp í hendurnar á bændunum. Aðrir, sem yfirgefa hópinn, kannski til að giftast ein- staklingum utan hans, verða vélvirkjar, rafvirkjar, rör- lagningamenn og margt fleira. Athugun sýnir, að flestum tekst að bjarga sér I lífinu. Nálægt 90% þessara ungmenna höfðu fundið sér örugg- an stað í heimi hinna eldri. Þeir voru þroskaðir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar, læsir og vel að sér, og af- brigði fyrri ára voru alveg horfin. Aðferðin, sem byrjaði í Youth Aliya-bæjunum, heldur áfram að breiðast út í ísrael og er nú farin að vekja áhuga annarra þjóða. Magnús Magnússon þýddi úr Larar- tidningen, svensk skoltidning, nr. 5, 29. janúar 1970.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.