Menntamál - 01.04.1971, Page 24

Menntamál - 01.04.1971, Page 24
ars staðar. Með þarfir jafnt einstaklings og lýð- ræðislegs þjóðfélags í ltuga niætti því segja að markmið borgaranámsins sé meðal annars að efla vilja einstaklingsins til breytinga og getu hans til áhrifa á frámvindu mála — að breyta formlausri óánægju í formlega gagn- rýni, nöldri í markvissa umkvörtun, uppgjöf fyrir utanaðkomandi valdi í sjálfsvörn og sókn; að sjá iyrir sálrænni þörf lrvers manns á að vita með vissu að hann geti sjálfur ráðið einhverju um það Jivað yfir liann gengur; að sjá fyrir þörf þjóðfélagsins á að nýta þær auðlindir — menningarlegar, félagslegar og efnaliagslegar — sem felast í skynsemi upp- lýsts og óttalauss almennings; að auka möguleika á dreifingu valds — við- haldi eða sköpun hæiilega smárra pólitískra eininga — án þess að forgörðum fari virkni eða afkastageta stjórnkerfisins. Hér mætti e. t. v. einnig nefna þörf stjórn- valda á að vita vilja og óskir almennings, en Jjar er um tvíbent atriði að ræða, sem ekki er rúm til að taka til athugunar hér. Mér virðist sem hér sé eitt gleggsta dæmið um hið tvöfalda hlutverk fullorðinnamenntunar — og raunar allrar menntunar: annars vegar að auðvelda einstaklingnum ]>á aðlögun sem sífelld- ar breytingar Jjjóðfélagsins krefjast, og hins veg- ar að gera hann sem allra hæfastan til að stjórna sjálfur þeirri þróun, sem hann Jjarf að laga sig að. Eg hefi hér að framan skipt borgaranáminu í undirbúning undir Jrátttiiku í Jrjóðmálum og undirbúning undir meðferð vandamála í nánasta umhverfi. Þessi greinarmunur á sér vitaskuld enga algjöra samsvörun í raunveruleikanum, en skiptir hins vegar nokkru máli fyrir efni og að- ferðir kennslunnar. í fyrra tilfellinu skiptir al- menn fræðsla meira máli; í hinu síðara ríður sennilega meir á kunnáttu og þjálfun í stjórn- mála- og félagslegu starfi. Um almennu fræðsl- una skal hér ekki fjölyrt umfram það að benda á, að Jiar ætti sennilega að leggja áherzlu á það, sem kalla mætti málefnabundna kennslu, ]). e. a. s. kennslu, Jjar sem mikilvæg dægurmál eru lögð til grundvallar framsetningu á almennum kenningum og sjónarmiðum felags- og stjórn- málafræði. Skipulag kennslunnar Jryrfti ekki að öðru leyti að vera írábrugðið Jrví, sem mi tíðk- ast, a. m. k. ekki í upphafi. Öðru máli gegnir um Jrá starfskunnáttu og Jxjálfun sem til Jjess Jjarf að takast á við vanda- mál í nánasta umhverfi. Hér er sem sé um ná- kvæmlega þá kunnáttu að ræða, sem til J)ess J>arf, að geta notfært sér J>au margvíslegu tæki- færi til fullorðinnanáms, sem við taka Jregar sleppir skólagöngu eða meira og minna form- legri námskeiðakennslu að opinberu frumkvæði. Markmið og aðferðir falla hér saman, og að efla Jrennan ]>átt borgaranáms er jafnframt að efla fullorðinnamenntun í heild. Til borgaralegs framtaks um vandamál í næsta umhverfi sínu ]>urfa menn m. a. að læra að afmarka og skilgreina áhugaefni sín og vandamál; að ná til granna með sama áhuga og í sama vanda og skipuleggja samtök þeirra; að standa fyrir hvers kyns fundahaldi; að finna leiðbeinendur og heimildarmenn og nýta hinar margvíslegu leiðir til að hafa gagn at ]>eim (fyrirlestra, hringborðsfundi o. s. frv.); að koma á framfæri óskum sínum og vilja ;i réttum vettvangi og við rétta aðila. Borgaranámið stefnir Jiannig að óformlegri samvinnu lítilla hópa um afmörkuð verkefni að gefnu tilefni. Þar lærast, með öðrum orðum, Jiau vinmdjrögð — Jretta er hér vísvitandi ítrekað — senx fullorðnir nemendur þurfa að kunna til J>ess að geta sjálfir átt frumkvæði að menntun sinni og að nokkru leyti séð fyrir henni af eigin ramm- leik. Og hér er tilefni til að minna á það, að gagnkvæm menntun nemendanna er mikilvæg- ur þáttur í allri menntun, Jjótt kennslustolnun- um sjáist oft ylir Jjað. Einkum á Jjetta við um MENNTAMAL 54

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.