Menntamál - 01.04.1971, Qupperneq 9

Menntamál - 01.04.1971, Qupperneq 9
III. Hvaða markmið ætti menntakerfið að setja sér? 1. Tillaga ad' skilgreiningu. Sú skilgreining á menntun, sem hér verður lögð til, er að mínum dómi í samræmi við þau sjónarmið, sem menntamálaráðherra heíir sett frarn í lögum urn stefnu í menntamálum (Loi d’Orientation), sent sé: Að gera livern einstakling hæfari til að skilja hið tæknilega, félagslega og menningarlega um- hverfi sitt og að verða sjálfstæður, þ. e. a. s. fær um að finna sér stað í umhverfinu og orka sjálf- ur á það; því að það er einmitt með því að skilja hið gagnkvæma samband á milli þróunar þjóðfélagsins og sinnar eigin þróunar sem ein- staklingurinn getur í raun og veru orðið breyt- ingavaldur. Samhliða þessari skilgreiningu tel eg að menntakerfið verði (á þann liátt, sem síðar verð- ur skýrt frá) að taka tillit til — þarfa starfsmenntunarinnar, og þeirra sí- felklu breytinga, sem þær þarfir eru undirorpn- ar; — menningarþarfa þjóðfélagsins; — þeirrar þarfar, sem aldrei verður umflúin, að sjá fyrir einhvers konar úrvalshópi. Skólinn, þ. e. a. s. menntakerfið í heild, verður að vera öllum bæði tæki og staður til að öðlast aðgang að gagnrýnum skilningi á — og þar með umræðum um — menningar- og félagslíf, og jafn- framt að búa sig undir atvinnu með Jjví að afla sér þeirrar þekkingar og hæfni, sem til Jjess Jjarf að geta valið á miili ótal hugsanlegra starfs- brauta. Þessari skyldu verður skólinn að gegna á Jjann hátt, að leitazt sé við að skapa ábyrga Jjjóð- íélagsjjegna, en ekki óvirka einstaklinga. Skóla- gangan verður að vera nemandanum eins konar lærlingstími í samfélagslífi. Hin ýmsu hlutverk, sem hann tekur að sér í skólagöngu sinni, og sú ábyrgð, sem námið leggur honum á lierðar, verða að gefa honum tækifæri til að skapa sér eða finna sér lífsstefnu og lífshætti. Síðast en ekki sízt verður svo einnig að sjá fyrir menntun til eflingar tilfinningaþroska og félagskenndar. Með menntun væri Jjá átt við syrpu af athöfn- um, sem miða að Jjví að gera sérhvern mann hæfan til — að varðveita þá þekkingu, sem hann hefir öðlazt, nteð Jjví að tengja hana lífi sínu og starfi; — að auka við þessa þekkingu á grundvelli traustra heimilda; — að uppfylla eðlilegar framavonir sínar — at- vinnulegar, menningarlegar, borgaralegar og fé- lagslegar; — að vera opinn fyrir breytingum á öllurn þess- um sviðurn; og loks — að Jjroska persónuleik sinn í gegnum fjöl- skyldu- og félagstengsl sín. 2. Menntun og atvinna. Hér er um svo mikilvægt atriði að ræða, að mér virðist gagnlegt að eg geri ljósa grein fyrir skoðunum mínum. Þótt vissulega sé útilokað að sætta sig við það, að menntakerfið sendi frá sér nemendur — æsku- fólk eða fullorðna —■ gjörsamlega án tillits til mannaflaþarfar, eða í algjörri fáfræði um vinnu- markaðinn, væri ákaflega hættulegt að falla í Jjá freistni (sem tíðum sækir á, þótt sjaldan sé við henni gengizt) að laga menntakerfið að atvinnu- ástandinu. Ástæðurnar eru þessar: — forsjjár á sviði atvinnumála er ekki hægt að gera nema með mikilli ónákvæmni, sem er hvað mest Jjegar spáin tekur til smærri svæða (landshluta eða héraða), en Jjað eru einmitt svæðasjjár, sem mest væri á að græða; — Jjað er rangt, sem margir halda, að liægt sé að sjá fyrir „eftirspurnina“ eftir Jjekkingu og kunnáttu í hinum ýmsu atvinnugreinum, því að Jjarfirnar velta — eins og dæmið um hjúkrunar- konur hér að framan sýnir — fyrst og fremst á Jjví, livaða stefna er mörkuð; en auk Jjess er mjög erfitt að skilgreina þarfirnar, jafnvel Jjó að stefn- an sé ljós; — ef menntunin er einbundin við atvinnu- MENNTAMÁL 39

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.