Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1937, Síða 3

Æskan - 01.08.1937, Síða 3
ÆSKAN 83 Vél, sem flagar niður eldspýtnaefnið Eldspýtur Eftir Aðalstein Sigmundsson Á hverju ári flytjum við íslendingar inn í land- ið éldspýtur, sem kosta rétt að segja 62000 krón- ur. Fyrir þetla verð fáum við 1550000 eldspýtu- stokka. Ef þeim væri skipt jafnt á milli allra manna í landinu, ungra og gamalla, barna og full- orðinna, þá mundi hvert mannsharn fá í sinn hlut hálfan sextánda eldspýtustokk eða kring um 850 eldspýtur yfir árið. , Það er ekkert vafamál, að mikið af þessum eld- spýtum getum við sparað okkur algerlega að skað- lausu. Tóbaksmennirnir nota töluvert ríílegan hluta af þeim til þess að kveikja i pípunum sínum og sigarettunum, og auðvitað er ekkert gagn af öllum þeim eldspýtum, sem til þess fara. Einstöku eld- spýta fer líka i súginn hjá okkur, þegar við kveikj- um á þeim að gamni okkar, lil þess að horfa á þær brenna, eða þá til þess að komast eftir, úr hvaða átl mannsefnið okkar eða konuefnið verð- ur, þegar þar að kemur. En þó að mikið af eldspýtum fari að forgörðum, i leik og gagnslausa eyðslu, þá er hitt þó vafalaust meira, sem kveikt er á til mikils gagns. Því að eldspýtur eru svo nauðsynlegir og ómissandi lilut- ir í daglegu lífi allra siðaðra nútiðarmanna, að mönnum mundi þykja lílið harla erfilt og óþægi- legt, ef þær hætln að fást. Við skulum nú allra snöggvast lnigsa okkur líf- ið og tilveruna hérna á íslandi á því herrans ári 1937, ef engar eídspýtur væru til. Þá gæli pabbi þinn og stóri bróðir ekki kveikt í tóbakinu sínu, en það gerir nú ekkert til. Ilitt er verra, að mamma þin yrði ráðalaus með að kveikja upp eld lil að sjóða matinn handa þér, hvort sem lnin sýðnr liann nú við gas eða kol, mó eða tað eða við. Og hún mundi ekki geta kveikt upp í ofninum, hvað kalt sem ykkur væri að sitja í óhitaðri stofunni. Og ef þið hafið ekki raíljós, þá stæði lnin uppi í standandi vandræðum, þegar dimma tekur, þvi að þá er ekkert til að kveikja með ljós. — Það væri sannarlega enginn gamanleikur, að eiga að lifa eldspýtnalaus nú á dögum, þegar menn hafa van- ist á að nota þær. Við hljótum að vorkenna aúm- ingja fólkinu, sem lifði i heiminum áð.ur en eld- spýlan var fundin upp. Og það er ekki langt síð- an, að það fólk'var uppi, því að ekki eru nema 100 ár síðan eldspýtur urðu verslunarvara. Manima hennar langömmn þinnar hefir áreiðanlega mátt bjargast eldspj'tnalaus allan sinn húskap. Lang- amma þín lcannske líka. Eldurinn var engu siður lífsnauðsynlegur hlutur þá en nú. Og þá gekk stundum í töluverðu basli að halda eldinum lifandi, eða að ná í hann eða kveikja hann, ef hann dó. Þá var venja, að halda eldinum lifandi allt árið, og ár eftir ár. Þá varð að fela hann á kvöldin, sem kallað var, það er, að láta öskú og rnsl yfir eld i hálfhrunnum móköggli eða taðflögu, svo að næslum ekkert loft kæmist að, og eldurinn geymd- isl þannig yfir nóttina. Öll ljós varð svo að kveikja við þenna silifandi eld í hlóðunum. En ef hann slokknaði, varð að sækja eld til næsta liæjar. Um það get'ur þú lesið í gömlnm sögum. Stundum var mikið á sig lagt til jiess að ná eldi, l. d. þegar Grettir synli til lands úr Drangey. Það er að vísu geysilangt síðan, að menn lærðu ýmsar aðferðir til að kveikja eld. Þú veist, að hlutir hitna við núning. Á því byggist aðferð villi- FHigurnar bútaöar f eldspýtur

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.