Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1937, Side 8

Æskan - 01.08.1937, Side 8
88 ÆSKAN hafði verið talað, og var búíð að gera við hann. Það hafði tekist prýðilega, og reyndist liann nú betri en nýr væri. »Verið þið sælir, verið þið hlessaðir«, sagði Bobbí, áður en lestin hafði blásið lil lírottferðar. »Mér mun alltaf þykja vænt um ykkur og sömuleiðis um manninn, sem endurbætti gufuvél Péturs«. Á heimleiðinni, upp brekkurnar, hélt P.étur fast utan um gufuvagninn sinn, meðan Bohhí var að segja þeim frá æfmtýri sínu. V. f fangelsi og fjötrum. Dag nokkurn fór mamma ein lil horgarinnar. Börnin áttu að koma til stöðvarinnar og sækja hana, þegar hún kæmi aftur. Og vegna þess, hve stöðin var þeim kær, voru þau komin þangað, löngu áður en von var á lestinni, sem mamma þeirra ætlaði að koma með. Þetta var í júlí. Veður var samt kalt og talsverð rigning. Þau ætluðu sér að híða á vagnstöðvarpalli þeim, er var fyrir Lundúnalestirnar, því að sá pallur, sem lestirnar komu að, var svo blautur, og regnið draup inn í skýlið, sem fcrðafólkið heið í. Tíminn leið furðu fljótt, nóg var lil að skemmta sér við, fyrir hörnin. Tvær lestir áttu að fara til Lundúna, og ein átti að koma þaðan, áður en sú lest kom, sem von var á, að móðir þeiria yrði með. »Líklega fer nú að stytta upp«, sagði Bobhí, »en mér þykir samt vænt um, að eg tók regnkápuna og regnhlííina hennar mömmu með«. Á lestinni, sem var að leggja af stað til Lundúna, voru þeir lestarstjórinn og kyndarinn, sem áður um getui', og nú töldust með bestu vinum barn- anna. Jim spurði eftir gufuvagni Péturs, en í sama bili kallaði lestarstjórinn: »Af stað!« Og lestin hrun- aði af slað eflir járnhrautarteinunum. Börnin horfðu á eftir henni, þar til hún hvarf fyrir bugðu á lin- unni, og síðan héldu þau áfram að leika sér, inni í hiðklefanum. Þeir, sem komið höfðu með lestinni, voru nú farnir að tínast burt, er þeir höfðu skilað farseðlum sínum, svo að hörnin bjuggust við, að vagnstöðvar- pallurinn myndi nú vera orðinn mannlaus, en það reyndist ekki vera rélt. Þarstóðþélturhópurmanna. »Halló!« hrópaði Pétur. »Þarna er víst eilthvað um að vera«. Börnin hlupu niður af pallinum. Þau komu að mannfylkingunni, en sáu ekkert nema bökin á fólkinu, sem voru rennvot af rigningunni. Menn töluðu hver í kapp við annan, og það leyndi sér ekki, að eitthvað liafði komið fyrir. »Eg lield, að hann sé vitskertur«, sagði maður nokkur, er virtist vera bóndi, og Pétur sá framan í sólbrennt ándlit hans, um leið og hann sagði þelta. »Mín skoðnn er, að það ætti að fara með hann til lögreglustöðvarinnar«, mælti ungur maður, er stóð þar með hakpoka í hendi. »Nei, fremur á sjúkrahúsið«, sagði annar. »IIafið ykkur nú á hurt, eg skal ráða fram úr þessu máli«, sagði stöðvarstjórinn nú fastur og á- kveðinn. En fylkingin hreyfði sig ekki. Alll í einu heyrðist hávær rödd. Börnunum varð bilt við, því að talað var á erlendu tungumáli, sem þau höfðu aldrei heyrt áður. Þau könnuðust bæði við frönsku og þýsku. Frönsku lærðu þau í skólanum, en Emma frænka þeirra kunni þýsku, og hafði oft sungið þýska söngva fyrir þau. En enginn, sem þarna var viðsladdur, skildi þetta mál, fremur en börnin, og var það nokkur huggun. »Hvað er liann að segja?« spurði bóndinn. »Það líkist einna mest frönsku«, sagði stöðvar- stjórinn. Hann hafði verið einn dag í Boulogne. »Nei, það er ekki franska«, sagði Pétur. »Hvaða mál er það þá?« spurðu margir í senn. En Pétur Iróð sér í gegnum þyrpinguna, þar til liann varð einn þeirra fremstu. »Eg veil ekki, livaða mál það er, en franska er það ekki, svo mikið er víst«, sagði Pétur. Ilann sá nú manninn, sem öll athyglin beindist að og talað hafði hina ókunnu tungu. Hann hafði sítt hár og ílóttaleg augu. Klæði lians voru tötrar einir, og ólík að sniði öllum þeim fötum, sem Pétur hafði séð. Hendur mannsins skulfu og varir hans titruðu, er hann hóf mál sitt á ný. »Nei, það er ekki franska«, sagði Pétur aftur. »Reyndu að tala við liann frönsku, ef þú getur það«, sagði bóndinn. ^Parlez1) vous francais?«, byrjaði Pétur hinn djarfasti. í einu vetfangi hörfaði mannþyrpingin til hliðar, þvi að maðurinn stökk frá múrnum, er hann hafði hallað sér upp að og greip um báðar hendur Pét- urs og lét nú dæluna ganga, án aíláts. Pétur skildi eklu eilt einasta orð af því, sem maðurinn sagði, en hann þekkti hreiminn. »Þetta er franska«, sagði hann og sneri sér að mannþyrpingunni, sigri hrósandi. »Hvað er hann þá að segja?« Pétur varð að viðurkenna, að hann skildi það ekki. »Nú verð eg að biðja ykkur um að gjöra svo vel og fara«, sagði stöðvarstjórinn, »eg skal taka þenna mann að mér«. 1) Talið þcr frönsku?

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.