Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1937, Blaðsíða 20

Æskan - 01.08.1937, Blaðsíða 20
100 ÆSKAN Munchhausen segir frá Sagan af gæðingi barónsins Eg var sladdur á hinu prýðilega höfðingjasetri Przobovsky greifa i Lítúaníu og sat að tedrykkju í sparistofunni, en karl- mennirnir voru úti í garðinum að skoða ungan kynbótafola nýkominn úr slóði. Allt í einu heyrðum við neyðaróp að utan. Eg ílýtti mér ofan og sá þá, að folinn var svo stríðólmur, að enginn maður þorði að ^ taka hann eða fara á bak honum; æfðustu og slyng- ustu hestamenn stóðu þar ráðalausir og steinhissa. Ilugsýkin skein þar út úr hverjum manni. Eg henti mér þá í einu stökki á bak folanum, að lionum óvörum, og gerði hann í einum svip svo þægan eins og lamb og lús- spakan og tók þar á allri tamningasnild minni. Eg vildi sýna þetta kven- fólkinu og taka frá því allan ótta, og neyddi því hestinn til að hlaupa með mig inn um gluggann inn í stofuna lil þeirra, og fór þar í hring um stofuna, hvað eftir ann- að, og að síðustu hleypti eg honum upp á teborðið og lél hann fara allan sama ganginn í smáhringum, og várð það frúm og meyjum hin besla skemmtun, því að allt fórst lionum það svo snilldarlega, að ekki braut hann eina undirskál. ()g svo óx eg í áliti hjá hinum göfuga greifa, að hann hað mig, með hinni vanalegu rausn sinni, að þiggja þenna unga hest af sér og ríða honum á harða spretli til sigurs og sæmdar móti um, í leiðangri þeim, sem verið var að gera út á þeim. 0 _ -ýrði riddarasveit og var í ýmsum förum, þar sem eg einn öllu, og þá sigursæld, sem aldrei sveik okkur þar, er mér óliætt að þakka mér einum að öllu leyti og afdrált- arlaust, og þeim djarfhuga drengjum, sem eg leiddi þar til sigurs og sæmdar. Og þá volgnaði okkur duglcga í fylkingarbroddi, þegar við rákum Tyrki inn í Oczakov.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.