Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1937, Page 12

Æskan - 01.08.1937, Page 12
92 ÆSKAN og biksvarta negra. Til beggja hliða við fangana ganga rómverskir hermenn, til þess að sjá um, að þeir geri engar tilraunir til ílótta. »Líltu nú ó! Þarna kemur einn fanginn i'íðandi,« hrópar Oli, hisSa. »Sem eg er lifandi, eg held að þetta sé kóngur,« svaraði Júlíus. »Hann hefir gullkórónu á höfði og er í purpuraklæðum. Og sjáðu! Þarna á eftir hon- um koma sjö eða átta konur! Það eru auðvitað droltningarnar hans«. Fólksfjöldinn hló og hæddist miskunnarlaust að gamla kónginum og konunum hans. »Hvað kemur nú? hrópar Óli alveg forviða. »Þetta er eins og skógur!« »Þetta eru stríðsfánarnir, sem þeir liafa fengið í orustunum. Þeir eru hengdir upp í musteri orustu- guðsins, Mars«. Nú hljóma bumbur og básúnur, maður heyrir söng og fagnaðaróp. Mannfjöldinn tekur að ókyrrast. »Keisarinn!« hrópar Júlíus. »Sjáðu!« Og þarna kemur sjálfur keisarinn í stríðsvagni sínum. Á undan honum fer fylking fríðra riddara í blikandi herklæðum. Hann er hár vexti, strangur og þóttafullur á svip, sýnist Óla. Kallari gengur fyrir og kallar í sífellu: »Lifi hinn guðdómlegi keisari, drotlnari heimsins.« Þúsundir radda taka nú undir fagnaðarópið. »Keisarinn lifi.« Óli og Júlíus fýlgdust með sigurfylkingunni til keisarahallarinnar. Þar nam mannfjöldinn staðar og mændi á höllina. »Eftir hverju skyldu þeir nú vera að bíða?« spurði Óli. »0, þeir vonast eftir að keisarinn gleðji þá eittlivað. Þarna er Gallus. Hann ætlar eitthvað að segja.« Maður lágvaxinn og nokkuð feitlaginn kom út á hallarsvalirnar, lyfli upp hendinni og sagði: »Rómverjar! Keisarinn óskar þess, að allir þegnar lians gleðjist í dag yfir þessum einstaka ogágætasigri. Samkvæmt boði herra míns tilkynni eg yður hér með, að fimm hundruð þrælar eru í þann veginn að framreiða mikla gnægð matar á torginu, svo að allir Rómverjar munu geta etið sig metta. Og til allra leikhúsa borgarinnar fáið þér í dag ó- keypis aðgang.« Lengra komst hann ekki. Mannfjöldinn laust upp háværu fagnaðarópi. »Panem et circenses!1) hrópaði fólkið og streymdi niður til torgsins. 1) Brauð og sjónlcikar. Óli og Júlíus fyigdust með. Hvarvetna á götunum sá Óli styttur úr bronsi og marmara. »Það lítur út fyrir, að hér sé mikið um mynda- styttur,« mælti Óli. »Já, við eigum yfir þrjú þúsund í Róm einni, en flestar þeirra eru fengnar »að láni« frá Grikkjum, svaraði Júlíus. Þeir gengu framhjá mörgum og stórum skemmti- görðum. »Finnst þér ekki full heitt í dag?« spurði Óli. »Þarna inni milli trjánna lítur út fyrir að vera svalt og skuggasælt.« Já, við skulum skreppa þangað inn. Þarna er líka Caracallos baðstaður, og þar er nú fínt, svo að um munar, skaltu vita«. Þeir gengu gegnum fögur trjágöng og komu brátt að laug einni, umhverfis liana voru litlir laufskálar. Þarna voru lika ýms áhöld til líkams- æfinga. Nokkrir drengir busluðu í vatninu. Það tók ekki langan tíma fyrir þá Óla og Júlíus að afklæða sig og steypa sér út í. En hvað það var hressandi. Óli skildi brátt, hvernig á því stóð, að vatnið var svo hreint og tært. Nýtt valn streymdi stöðugt til laugarinnar gegnum gildar pípur og endurnýjaði það, en í botninum var útrennsli. »Þið farið ekki sérlega sparlega með vatnið hérna,« sagði hann. »0, nei, við höfum meira en nóg af vatni,« sagði Júlíus. Það eru hér að minnsta kosti nítján stórar vatnslagnir eða vatnsþrær, vatnið er leitt langt að, ofan úr fjöllunum, og þetta eru nærri þvi eins og heilar ár.« Þeir voru nú komnir upp úr vatninu, og liðk- uðu um stund limi sína og notuðu ýmiskonar leikfimistæki. Óli gat ekki annað en dáðst að fimi Júlíusar. »Við iðkum líkamsæfingar tvær stundir á dag. En það er aðeins ákaflega gaman,« sagði Júlíus. Þessi garður var dásamlegur. Hvert sem litið var, sáust marmaralikneski, súlur og glæsilegir pálmaviðir, og glitrandi regnbogar ljómuðu í úð- anum frá gosbrunnunum, sem voru þarna í garð- inum, svo tugum skipti. Allt í einu varð Júlíus órólegur. »Eg verð að fara heim,« sagði liann. »Eg á að fara í skólann seinnipartinn í dag. Vilt þú ekki koma með?« »Getur þú ekki skrópað í þetta eina skipti ?« spurði Óli. »Ertu alveg frá þér? Þá fengi eg nú laglega ráðningu. Eg er nú reyndar ekki farinn að læra lexíuna.«

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.