Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1937, Qupperneq 16

Æskan - 01.08.1937, Qupperneq 16
96 ÆSKAN Kúasmalar. Möi’g ykkar munu kannast \'ið orðið cowboy, en vitið þið, hvað það þýðir? Það þýðir blatt á- fram kúasmali. En atvinna kúasmalanna er miklu hættulegri og æfmtýralegri en nafnið bendir til, og það haíið þið ef til vill sum séð á kvikmyndum. Nú orðið er ekki eins mikið um kúasmala í Ameríku eins og áður var, og æfintýrin færri, sem þeir lenda í. En þeir, sem vilja gerast kúasmalar, veiða þó ávallt að vera hinir mestu þolskrokkar og reiðmenn. í gamla daga þurftu kúasmalarnir í Texas, Ivansas og öðrum miklum nautgripalönd- um ekki að eins að smala hjörðunum og halda þeim til haga, heldur urðu þeir oft og einalt að eiga í blóðugum bardögum við Indíána, ræningja og villidýr. Nú orðið cru það helst ræningjar, sem þeir þurfa stundum að eiga í höggi við, en annars er æfintýraljóminn liorfinn, og oft skrölta þeir nú.um slétturnar i bíigarmi og smala í honum, í sfað þess að þeysa á villtum og ljónfjörugum gæðingum. Fyrir réttum 20 árum dó í Ameríku maður, sem liét réitu nafni Wiliam Cody, en var þekktur um allan heim undir nafninu »Buf- falo Bill«. Hann var skytta svo góð, að heita mátti að hann hæfði allt, sem liann skaut til, eins og sagt var um Gunnar á Hlíðar- enda, og afburða reiðmaður. Hvað eftir annað átti hann í blóðugum bardögum við Indíána og bar ávallt hærra hlut í þeim viðskiptum, og lenti þó oft í ótrúlegum svaðilförum og lífshættum. Yarð hann af þessu þjóðhetja, og voru sagðar hinar láránleglegustu sögur um afrek hans. Pegar hann var búinn að fá nóg af að berjast við Indíánana, stofnaði hann leik- ílokk og flakkaði með liann land úr landi. Og það vár nú leikílokkur í lagi! Leikar- arnir voru kúasmalar, eins og hann sjálfur, og svo Irtdíánar og allskonar dýr. Og svo sýndu þeir allskonar ægileg æfintýri, sem kúasmalar geta lent í, hardaga við Indíána, kepptu í skotfimi, slöngvuðu kastsnöru, þeystu á ólmum hestum og léku hinar ótrúlegustu listir á hestbaki. Ef Buffalo Bill hel'ði verið dálitið seinna uppi, hefði hann efalaust orðið enn frægari, því að þá hefðu listir hans verið kvikmyndaðar. Eftir að Buffalo Bill var fallinn frá, kom Tom Mix fram á sjónarsviðið. Hann munu þið kannast við, þvi að hann var í mörg ár einn liinn fræg- asli kvikmyndaleikari heimsins, og lék »cowboy«- hlutverk. Hann og Tonni, hesturinn hans, léku aðalhlutverk í ljölda kvikmynda. Nú er Tonni dauður, og Tom Mix hættur að leika, enda er hann kominn á sextugsaldur. Nú liefir hann umferða- leikflokk eins og Buffalo Bill og ferðast með hann víða um heim. Þau ykkar, sem liaíið gaman af »cowbpy«mynd- um, munu kannast við tvo leikara, sem oft eru þar aðalhetjurnar og eru báðir mjög vinsælir. Ann- ar hcitir George O’Biáen, ungur maður og mynd- arlegur, og er sonur lögreglustjórans í San Fransisko. Auðvitað er hann alls ekki kúasmali að atvinnu, en liann cr samt svo leik- inn í listum þeirra, að hann leikur þær oft i kvikmyud. Hinn er Buck Jones, og' hann er enn þá ástsælli meðal biógesta, enda er liann harð- J3uek Jones með reiðtygin sín á ðxlinni

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.