Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1937, Qupperneq 14

Æskan - 01.08.1937, Qupperneq 14
94 ÆSKAii r A þremur kertum Bindindissaga eí'tir Stíganda Niöurlag IV. Það var komið fram yfir hádegi og vcðrið var enn Iiið sama. En lof'tið var nú liulið dimraum stormskýjum, er voru á fleygiferð fram og aftur. Enginn úr kaupstaðnum hal'ði farið á sjó þenna dag, nema þeir Jónas formaður og Loftur. Þeir höfðu báðir siglt út í fjarðarmynnið og setið þar að fiskidrætti fram yfir hádegi; þá var Jónas for- maður húinn að hlaða bát sinn, og sigldi nú áleiðis til lands. Ivynlegt þótti honum, að Loftur skyldi silja svo fast við fiskidráttinn, og uin leið og hann sigldi fram hjá, kallaði hann lil Lofts og spurði, hvort hann ætlaði ekki að verða samferða. »0, nei«, svaraði Loftur. »Farið þið ykkar leið. Eg ætla að vera hérna slundarkorn enn og reyna að ná í nokkra þorska í viðbót«. Jónas hélt nú rakleitt inn fjörðinn, því að nú var óðum að hvessa, en Loftur skeytti því engu, en renndi færi sínu að nýju l'yrir horð og liélt áfram að draga. Ilaun varð ekki var, og eftir litla stund dró hann færið upp, reif beituna af öngl- inum og lleygði lionum heitulausum í sjóinn og tautaði um leið fyrir munni sér: »Það er þá hest að þeir sjái liann beitulausan, hölvaðir«. Síðan tók hann upp tlösku sína, fékk sér vænan sopa og setli hana siðan á þóftuna við hlið sér. Á meðan þessu fór fram, hafði skyndilega hvesst. Sjórinn var orðinn úfinn, allstórar öldur skullu hver á fætur annari á hlið bátsins og hröktu hann á undan sér áleiðis lil vesturlandsins. Loftur veitti þessu eftirtekt, þótt drukkinn væri. Þólti honum Ægir vera orðinn nokkuð nærgöngull við sig og vildi fyrir livern mun sýna lionum, að ennþá væri liann eins mátlugur, en til þess að sanna það, varð hann að koma í veg fyrir, að bátiiin héldi áfram að reka. Hann varpaði því út akkeri, og að lílilli stundu liðinni hafði það náð botni. Bát- urinn snerist upp í vindinn og tók að höggva á síhækkandi öldunum. Loflur brosti ánægjulega, leit sigrihrósandi í vindáltina og mælti drýginda- lega: »Það er þá eg, sem ennþá hef yfirhöndina, lagsi«. Síðan ilýtli hann sér að ná i flöskuna, hressti sig á henni, og að því loknu hreiðraði liann um sig niðri i skut bátsins og hugðist að l'á sér dálítinn blund, áður en hann færi í land. Hvildartíminn varð ekki langur. Hvassviðrið jókst og freyðandi öldur með fannhvítuin földum risu við himin fram undan bátnum, og skyndi- lega velti ein þeirra sér yfir bátinn og fyllti hann af sjó. Loftur hrökk upp með andfælum og stökk á fætur í dauðans ofboði, allur hundvotur. Hanu þreif austurstrogið og lók að ausa af kappi, en rétt er Iiann var nýbúinn að þurrausa bátinn, kom ný alda, mun stærri cn sú fyrri, og hóf hann upp á fald sinn. En það var meira en annar akk- eriskaðallinn þoldi. Það teygðist úr honum eins og unnl var, en síðan lirökk hann í sundur með háum hresti. Báturinn tók viðbragð og þeyllisl af slað undan veðrinu, en Loftur valt um koll. Hann stóð brátt á fætur aftur. Síðan jós hann bátinn, sem iiann mest mátti, og færði sig því næst að þól'tunni, þar sem flaskan hafði verið, og ætlaði að fá sér liressingu. En ílaskan var horfin. Aldan, sem sleit akkerisstrenginn, hafði tekið hana með sér. Loftur varð hæði hræddur og liissa, og nú varð hann að játa, að í þetta sinn hafði sjórinn orðið honum yfirsterkari. Loftur sá nú, að ekki var lil neins að halda þarna kyrru fyrir lengur. Var nú ekki um aunað að gera en að halda lil lands, þótt illt væri í sjóinn. Hann selti vélina í gang, með einu snöggu handtald, og settisl við stýri. Báturinn þaut af stað, yfir úfnar lirannir og djúpa öldudali, svo að sjórinn skvellist á kinn- ungum hans. Loftur varði bátinn áföllum eflir fremsta megni; þó gekk öðru hvoru yfir hann, en varð þó eigi að tjóni. Loftur hélt nú öruggur áfram, og gekk allt slysalaust, þar' lil komið var inu á miðjan fjörð, en þar kom fyrir sá atburður, sem er aðalefni þessarar frásögu. Atburður þessi gerbreytti lífi hans frá þessum degi og gerði hann að nýjum og hetra manni. Þegar Lol'tur var kominn inn á miðjan fjörð, stöðvaðist vélin allt í einu. Báturinn smáhægði á sér, uns hann staðnæmdist alveg. Loftur varð steinhissa, er vélin stansaði svona allt i cinu, og hann áttaði sig ekki, fyrr en báturinn var orðinn skriðlaus. Þá stökk hann á fætur, llýlti sér að vélinni og hugðisl að setja hana í gang að nýju, með einu handtaki, eins og hann var vanur. En í þetta sinn vildi hún ekki hlýða, hvernig sem hann reyndi; eitlhvað var að henni, sem liann botnaði ekkert í. Hann reyndi og reyndi, cn alll kom fyrir ekki. Tók hann þá að athuga vélina gaumgæfilega. Sá hann, að rafleiðslan frá einu kertinu var nærri þvi komin í sundur af núningi, og var |)á ekki von að vélin gengi á þremur kert- um. Þetta skildi Loftur vel. Ilann setlist við stýrið í ráðaleysi, og var nú sem allt í einu rynni af honum ölvíman. í einni svipan sá hann hættuna,

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.