Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1978, Side 21

Æskan - 01.11.1978, Side 21
essi stíll eða ritgerð var skrifuð Vefurinn 1928—29 á Laugaskóla í ^eYkjadal S.-Þing. En þá var ég nemandi þar og 18 ára. Fædd 13. maí 1910 á Fjalli í Aðaldal S.-Þing., það 6ru því rétt 50 ár um næstkomandi ió1- íslenskukennarinn okkar þennan Vetur var sr. Hermann Hjartarson á Skútustöðum við Mývatn. Mætur ^aður og mjög góður kennari. Öll Vogri deildin fékk sama efni að skrifa UtTl eftir jólin þann vetur og efast ég e|<ki um að ýmsir góðir stílar hafi ^°rist honum í hendur. Undir minn stíl skrifaði hann ”Góður stíll“ og þótti mér vænt um ^aö. Hann er hér að öllu óbreyttur. Ef vill er hann of langdreginn á köfl- Uni> en ég vildi senda hann eins og ég skrifaði hann fyrir 50 árum. þegar dagurinn er stystur, myrkrið Svartast og nóttin lengst, þá er Ijósa- ^átíðin mikla, jólin, og eru þau haldin hátíðieg eftir föngum. Með því meina ég ekki einungis mat og drykk — þó það að vísu gangi mikið út á það, — heldur líka hitt, að þá reyna flestir að hafa hátíð í huga sínum og langar þá meira en venjulega til þess að vera glaða og góða. Það verður meiri hlý- leiki í kotinu, léttari og mildari hreimur í röddinni og þó það séu sömu hversdagslegu orðin sem not- uð eru daglega, þá er sem aukinn ylur streymi frá þeim. Fyrst og fremst eru það börnin, sem gleðjast við komu jólanna, þau eru fyrst og fremst hátíð barnanna, og þegar mér verður hugsað til þeirra, þá bregður fyrir í huga mínum mynd af barni, sem ég þekkti vel. Það hiakkaði mjög mikið tii jólanna og þó átti það ekki von á fallegum eða dýrum gjöfum, en það gerði því ekkert til, það gat svo vel glaðst af litlu. Það gladdist af því að fá að fara í fallegustu fötin sín og setja upp nýju sauðskinnsskóna svörtu, með hvítu eltiskinnsbryddingunum með slyngdu spjörunum í, sem hafði gert fyrir jólin. Gladdist af því að sjá alla prúðbúna og glaða og þó var gleði þess ekki minnst yfir kertunum stóru sem alls staðar loguðu, stór tólgarkerti sem amma steypti fyrir jólin í tveim samföstum kertamótum og var næstum eins gaman að fylgj- ast með því verki og laufabrauðs- gerðinni. En þótt gleðin væri mikil, þá var henni ekki samfara svo mikil ærsl sem venjulega. Þó var það ekki utanað lærð þula, um að vera nú góð og siðprúð. Nei, það var annað betra, það var óljós og ósjálfráð latning sem kæfði niður háværð og ærsl, gerði gleðina dýpri og mannshugann bljúgan og móttækilegan fyrir yl og bros, sem aðrir veittu af gnægð sinni, óafvitandi þess, að þau bros greypt- ust inn í sál barnsins og vermdu og giöddu hug þess þegar það var orðið fullorðið og gat ekki lengur setið á rúminu hjá ömmu, með litlu hend- urnar faldar í gömlu vinnulúnu, þreyttu höndunum hennar og hlustað á fallegar sögur, sem hrifu hugann og voru þrotlaust efni til heilabrota og draumóra. Þegar það gat ekki lengur setið í fangi mömmu og hlustað á falleg lög og Ijóð sungin með rödd, sem er fegurri og mýkri en rödd nokkurs annars — röddinni hennar mömmu! Það er þetta og margt annað, sem kemur í hugann þegar mér verður hugsað til jóla. Jólaminningar bland- aðar söknuði, gleði og þökk, og þótt þroskinn og árin hafi breytt barninu og gert því ómögulegt að lifa sams- konar jól oftar með ástvinum sínum, þá veit það þá að í hugum mömmu og ömmu muni það oft vera lítið barn, sem situr hljóðlátt hjá þeim og hlust- ar hugfangið á sögur og söng. Ég vildi að sem flestir ættu minn- ingar um siík jól, minningar sem ailt- af eru síungar og mást ekki, þótt árin iíði og margt breytist. Minningar um móðurkærleika, sem er öllu fegri og dýrmætari. Sólveig Indriðadóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.