Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1978, Page 44

Æskan - 01.11.1978, Page 44
Hver er það sem ekki á sér mót- stöðumenn? Ekki einu sinni jólin, barnanna og gleðinnar hátíð. Og það hafa ekki aðeins verið guðleysingjar og heiðingjar, sem börðust gegn þeim. Jólin voru einu sinni bönnuð í einu af stærstu löndum hins kristna heims, Englandi, og af hákristilegri stjórn, púrítönum. Þegar jólin runnu upp yfir heim- inum árið 1621, var þeim fagnað í Englandi með klukknahringingum og viðhöfn. En er þau héldu áfram vestur yfir Atlantshafið, og hröktu skamm- degismyrkrið á undan sér, var þeim ekki fagnað í nýlendunni Plymouth í Norður-Ameríku, sem var grundvöllur hins Nýja-Englands. Þar var þeim tekió eins og hverjum öðrum degi. Forstjóri nýlendunnar kallaði eins og vant var alla menn til vinnu. Flestum fannst þetta ekki nema alveg sjálf- sagt. Aðeins fáir, sem nýlega voru komnir þangað, lýstu yfir því, að þeir vildu ekki vinna á jóladaginn. Ný- lendustjórnin beitti ekki valdi við þá, en hann harðbannaði þeim að hafa neinn jólafagnað. Púrítanisminn gat ekki þolað, að menn gerðu sér glaðan dag í þessari fátæku nýlendu. Þrjátíu árum seinna höfðu púrítan- ar náð völdunum í Englandi. Á að- fangadag 1652 ákvað þingið að afnema jólin og til þess að sýna fram á, að næsti dagur væri virkur dagur, voru fundir haldnir í þinginu eins og vanalega. Þetta einræði púrítana gegn jólunum varð ein af óvinsælustu framkvæmdum þeirra. Það var auð- vitað himinhrópandi synd, að þeir höfðu tekið af lífi hinn rétta konung Englands. En þetta, að þeir skyldu ráðast á jólin sjálf var miklu verra. Síðan í grárri fornöld höfðu jólin verið fagnaðarhátíð. Frá því á að- fangadagskvöld til þrettánda átti ekki að vinna nema hið allra nauðsynleg- asta. Mat og drykk átti að bera jafn ríkmannlega á borð og hvert heimili var fært um, og allir, jafnt húsbaendur og hjú, áttu að fá uppáhaldsrétti sína. — Allir gestir voru velkomnir og eng- inn var látinn fara svangur frá garði- Hver betlari, sem kom til herragarðs eða bóndabýlis, átti það víst að fyrir hann væri settur matur og drykkur. Allt andstreymi og fátækt átti að vera gleymt, og meðan jólin voru, voru öll boó og bönn upphafin. Á sumum stöðum var það jafnvel venja að lata málaferli falla niður. Alls konar leikir voru leyfðir. Á stærstu heimilum var t.d. útnefndur ,,Lord of Misrule", sern stóð fyrir öllum fagnaði og espaði æskuna til alls konar uppátækja- Meðal annars var ungu mönnunum leyft aö kyssa stúlkurnar þegar Þær stóðu undir mistilteininum. Á þennan hátt voru jólin hátíð allrar þjóðarinnar, en gleðibragur þeirra feH púrítönum ekki í geð. Þeim var eig1 aðeins illa við óhóf í mat og drykk og kæruleysi í framferði. Öll hátíðar- höldin voru þeim þyrnir í augum. Feir gátu ekki þolað, að menn prýddu heimili sín með sígrænum viði. Þeir höfðu andstyggð á hinni hátíðlegu athöfn þegar jólaeldurinn var kveikt- ur, en það var gert á þann hátt a trjábolur, eins stór og framast ga| komist inn í arininn, var dreginn a hestum og mönnum inn í stofu °9 einhver misst það í sjóinn alveg nýlega, því að það lítur svo vel út. Kannski er það merkt. Hjólinu var snúiö við og sá sem hélt á því sagði: — Hér er nafn og heimilisfang. Ég ætla að skila eigandanum því. Og þið getiö nú rétt ímyndað ykkur hvað hjólið gladdist þegar það heyrði þetta. Að hugsa sér að koma aftur heim til Eiríks litla. En sú heppni að pabbi hans skyldi mála nafnið og heimilisfangið, annars hefði það aldrei komist heim aftur. Og mikið var Eiríkur glaður þegar maðurinn kom með hjólið heim til hans. Pabbi hans pússaði hjólið hátt og lágt og smurði hjólin. Síðan var það sett niður í kjallarann. Alla nóttina var fegursta hjól í heimi að útlista fyrir hinum hjólunum tveim hvað það væri hættulegt að vera eitt að flækjast úti í hinum stóra heimi. Þegar það svo að lokum sofnaði, ákvað það að breyta um nafn. Hér eftir ætlaði það að kalla sig ,,Ósköp venjulegt þríhjól". Metta G. Newth. L. A O wm^mmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.