Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 49

Æskan - 01.11.1978, Qupperneq 49
Þeim fannst sem rjúpurnar væru °rðnar að þungum blýbögglum. Skrefin urðu styttri og styttri og báðir fundu til ólýsanlegrar löngunar til að 'eggjast niður í snjóinn og hvíla sig rækilega áður en þeir héldu lengra. ^n þeir vissu hve hættulegt það gæti 0rðið. Það var eitt af því fyrsta, sem Þeir höfðu verið varaðir við, er þeir hófu að fara einir í skíðaferðir. Hvað myndi mamma segja, ef hann ^aemi ekki aftur heim, hugsaði Ey- vindur með sér og fékk kökk í hálsinn við tilhugsunina. Og það á sjálfu jóla- kvöldinu. Jólakvöldinu, þegar friður affi að ríkja um alla jörð. Þeir höfðu Þverbrotið ævagömul lög byggðar- innar. Á jólakvöld og jólanótt áttu allar snörur og gildrur að takast burt. Þá ®ttu dýr merkurinnar og fuglar him- insinsað fá að vera ífriði, þá átti frióur að ríkja á jörðu. Hann sá í anda snjó- hvíta rjúpu, sem hafði ef til vill einmitt a þessari stundu fest höfuðið í ein- hverri snörunni. Dauðhrædd myndi hún hamast og flaksa vængjunum til aó reyna að losna, úr augunum myndi skina dauðans angist og um leið og óauðastríðinu lyki og augun brystu, myndi fagurrauður blóðdropi renna uf úr nefinu. Líklega var þetta refsing a Þá fyrir að hafa sett upþ snörur á lólunum, enda var það óneitanlega llla gert, þar sem þeir voru ekki Heyddir til þess að afla sér fæðu. Hann gat ekki afborið þetta einn. ^ann mátti til með að deila hugar- angri sínu með Eiríki, og hann stans- aði svo snögglega, að engu mátti ^una, að Eiríkur rækist á hann. Eiríkur starði niður á skíðin sín, 'ffsðan hann hlustaði á það sem Ey- vindur hafði að segja. Svo sagði hann rólega; ..Við skulum biðja Guð um að ^iálpa okkur heim, og lofa því að fara sfrax í fyrramálið uppeftir og taka snörurnar niður". þeir ráku stafina niður í snjóinn, *óku af sér húfurnar og vettlingana og sPenntu síðan greipar. Svo bað Eirík- Ur meðan þeir horfðu báðir upp í kóf- 'ó, sem þyrlaðist yfir höfðum þeirra. ..Góði Guð, viltu hjálpa okkur svo að við komumst heim til pabba og mömmu. Þá skulum við fara strax á morgun og taka burt allar snörurnar". ,,Amen“, bætti Eyvindur hljóðlega við. Þöglir settu þeir upþ húfur sínar og vettlinga og héldu áfram. Það var engu líkara en loforðið, sem þeir höfðu gefið, hefði létt af þeim þungri byrði. En Eyvindi fannst sem þaö væri orðið miklu bjartara umhverfis þá en áður, það var engu líkara en einhver hefði auga með þeim, og allt í einu rénaði veðrið um stund. Það mynd- aðist glufa i hið iðandi tepþi, sem umlukti þá, og þarna til hægri komu þeir sér til mikillar gieði auga á Merkisteininn. Hefði þessi rifa verið andartaki síðar á ferðinni, þá hefðu þeir vafalaust sveigt ennþá lengra inn á heiðina, og þeir gátu ekki annað en hugsað til þess með hryllingi, hver afdrif þeirra hefðu þá orðið, svo út- slitnir sem þeir voru orðnir. Með nýjum og endurnýjuðum kröftum héldu þeir í áttina til Merki- steinsins, og fljótlega stóðu þeir móðir og skjálfandi við hliðina á þessu vel þekkta leiðarmerki. Nú hafði hurð skollið nærri hælum. En hvorki Eyvindur né Eiríkur voru eitt augnablik í vafa um það, að það var loforðið, sem þeir höfðu gefið, sem hafði forðað þeim frá því að ganga hring eftir hring inni á eyðimörkum heiðarinnar. Þeirhorfðu upptil himins og tautuðu báðir í senn: ,,Þakka þér fyrir, góði Guð“. Síðan héldu þeir af stað og hröðuðu sér. Nú voru þeir á slóðum þar sem ómögulegt var að villast. — Aumingja mamma. Hún fékk eintóm föt í jólagjöf. Litlu síðar stönsuðu þeir fyrir fram- an Bakkaþæ, og að sið fullorðinna manna rétti Eiríkurfram höndina. „Ég óska þér gæfuríkra og gleði- legra jóla, Eyvindur". „Sömuleiðis, Eiríkur", svaraði Ey- vindur. „Þá förum viö uppeftir snemma í fyrramálið“, þætti Eiríkur við. Eyvindur kinkaði aðeins kolli til svars. Hann stóð kyrr og horfði á eftir félaga sínum, sem færðist óðfluga í áttina til Neðra-Túns. Síðan gekk hann hægt í áttina að eldhúsdyrun- um. Móðir Eyvindar varð mjög undr- andi, þegar Eiríkur kom askvaðandi inn í eldhúsið á Bakkabæ eldsnemma á jóladagsmorgun og spurði eftir Ey- vindi. „Þú heldur þó ekki, að hann sé kominn á fætur svona snemma", sagði hún brosandi. En ennþá meira forviða varð hún, þegar dyrnar oþnuðust og Eyvindur kom fullklæddur inn. Þeir gengu saman út félagarnir, og hvorugur þeirra virtist heyra það, þegar hún kallaði á eftir þeim og spurði, hvert þeir væru að fara. Eysteinn Sigurðsson sneri úr norsku. á -7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.