Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 19
iðunnj öin persónulegar Iryggingar. 257 er ekki hið sama sem að keimta, að liann legði altaf peningana á borðið einhvern vissan dag. Ef það væri óhjákvæmilegt, mundi ég telja hugmyndina strandaða. Ekki er þetta svo að skilja, að ég efist um, að þegar fram líða stundir, svo að menn viti af gjalddaganum með löngum fyrirvara, muni þeir æði- margir sem borga strax, með fé sem þeir þá eru búnir að afla sér, fyrir framlag foreldra sinna, með privalláni eða á annan hátt. Mjög líklegt að þetta yrði hið algengasta, þar sem menn með þessu móti gætu verið lausir við, að nokkur afskifti væru af þeim höfð. En hinir yrðu þó altaf einhverjir, sem ekki gætu borgað út tryggingarupphæðina. Og sé nú inn- heimtan á gjaldinu falin hreppsnefndum og bæjar- stjórnum, sem eðlilegast væri, finst mér engir veru- legir erfiðleikar á að liðka til fyrir þeim, sem ekki hefðu handbæra peninga npp í gjaldið. Hreppsnefndin segir við slíkan mann: Ég skal útvega þér peningana að láni, þú getur borgað þá á einu, tveimur eða þremur árum, eftir því sern þér hentar bezt. Hrepps- nefndin gæti sem sé tekið féð að láni úr tryggingar- sjóðnum sjálfum, en yrði svo að taka aftur tryggirgar af manninum. Og hvaða tryggingu? Vitanlega trygg- ingu í vinnukrafti mannsins, ásamt líftryggingu; sá sem maðurinn ynni hjá yrði að halda til skila um- sömdum hluta af kaupi hans, og menn fengju ekki réttindi sem myndugir borgarar fyr en þeir hefðu kvittun fyrir þessari greiðslu, m. ö. o. ekki fyr en þeir hefðu sett mannfélaginu tryggingu fyrir því að verða ekki öðrum til byrði. Þessa innheimtu mætti gera bæði auðvelda og áhættulausa með ákvæði um, að þeir sem heimildarlaust tækju ókvittaðan mann í vinnu, yrðu að bera ábyrgð á gjaldi hans. Loks virðist ekkert því til fyrirstöðu, að þeir sem fremur óskuðu að leggja fram vinnu en peninga, fengju kost á þvi, þar sem hver hreppsnefnd gæti komið sér i samband 17

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.