Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 75
1»UNN| Ritsjá. 313 Alveg hvíldarlaus er hugurinn; og liugró týnda ég aldrei íinn o. s. frv. Þetta þýðir Bjarni (1. 1700): »Æ, dvel og mér ei far þú frá!«. En livað verður þá af ástæðunni fyrir því, að augnablikið eigi að staldra við? Pví að fleira cn það, að manni finnist stundin fjúf og unaðslcg, getur orðið til þe'ss að maður óski þess, að hún líði ekki hjá. Pá cr viðtali kölska við stúdentinn, einhverjum andrik- asta kaíla leikritsins, sem tiðast er vitnað í, ekki náð nærri nógu vel alstaðar (bsl. 101—03). Pá eru mistök bæði á rími og cfni í 1. erindinu á söng Margrétar við rokkinn (bls. 197): Meine Ruh ist bin, mein Herz ist schwer; ich íinde sie nimmer und nimmer mehr. Loks er leitt að heyra slíka áherzlu í jafn-vel þýddu kvæði eins og ákallið lil Guðsmóður annars er (bls. 212—13): — Hver finnur, hve vinnur mér sorgin sára mein? Hversu óttinn lijartað þjáir, hve það titrar, sáran þráir, það veizt að eins þú alezn. En þótt ég nú hafi tiltint nokkra galla á þýðingunni, sem tiltölulega auðvelt væri að bæta úr i 2. útg., þá lek ég það fram enn einu sinni, að þýðingin er yíirleitt góð og á köfl- um ágæt. Nú langar mann í niðurlagið, siðari lilutann. En óvit lield ég sé að þýða liann allan, svo torskilinn og likingar- fullur sem hann er. Ætti þýðarinn heldur að fara að dæmi Victors Rydberg’s, einhvers ágætasta Faust-þýðandans, og þýða í bundið mál aðeins þá kaflana, er máli skifta um fram- sókn og ahirif Faust. Og þá veit ég, að Bjarni lætur ckki þá kórvillu benda sig, sem bent hefir þýzkudósentinn okkar hér, í formálanum fyrir Faust, I, bls. LI, þar sem liann segir: »En Sorgin, sú fjórða, skríður gegnum skráargatið« o. s. frv. Petta er jafn-herfilegur misskilningur á málinu og á sjálfu skáldritinu. Pýzka orðið »Sorge« þýðir ýmist »áliyggja« eða »kvíði«, eins og líka Bjarni hefir þýtt það réttilega í Faust I, ljóðlínu 644; og það er úhyggjan, en ekki sorgin, sem blindar Faust svo, að hann getur farið að teljasértrú um,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.