Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 85
IÐUNNJ Hitsj á. 323 en þó einkum sjómannalíiinu. Minnist ég ekki að hafa séð mannraunum á sjó öllu snjallar lýst af isl. rithöf. Höf. tekst þar upp. Veigamesta sagan mun vera: Milli góðbúanna. Par fær hver sitt réttilega útilátið: presturinn, útgerðar- maðurinn og sjómaðurinn. Prentvillur eru margar í bók- inni og lýtir það liana stórum. Guðm. Haimesson: Samræðissjúkdómar og varnir gegn þeim. Gefið út að tilhlutun Stjórnarráðsins. Félags- prentsmiðjan, 1920. Hér varar próf. Guðm. Ilannesson við þeim vágesti, er samræðissjúkdómar lieita og lýsir honum í húð og hár. Vofir hann nú yfir landi voru. En það er eins og höf. sjálfur segir: »Ö1I alþýða landsins þarf að þekkja hættuna, sem yfir vofir, og hversu hel/.t verði hjá henni komist, en sjómenn þó framar öllum öðrum«. Hér mætti hæta við: — og þá ekki sízt lausadrósir þær, sem daðra jafnt við útlenda menn sem innlenda, því að þær eru verstu sótt- berarnir. — Alt er þetta orð í tima talað og þörf hugvekja. Ef samræðissjúkdómar ná að festa rætur hér, þá sýkir það allan þjóðarstofninn. Pví ætti hér engin iiræsni eða ytirdrepsskapur að eiga sér stað og hókin ætti að komast inn á hvert heimili. Steingr. Matthíasson. Heilsufræði, 2. útg. Útg. Guðm. Gamalíelsson. R.vík, 1920. Ilcilsufræði Stgr. Mattliíassonar er orðin að svo góðu kunn, að ekki mun þurfa með henni að mæla, þá er hún kcmur nú í aukinni og endurhættri 2. útg. Bókin er hin þarfasta og á að vera til á hverju lieimili. I'ræðir hún menn ekki einungis um gerð líkamans og lífsvefjanna, heldur og um það, er sem flestir ættu að vita, hversu þeir eiga að lifa heilbrigðu lífi og verjast heilsugrandi, en til þess liggja aðallega þrjár leiðir: Sparne^'tni, þrifnaður og heilsusamlegir lifnaðarhættir. Iialldór Hermannsson: Islandica. Modern Icelandic. Vol. XII, Itliaca, New-York 1919. Timarit Þjöðræknisfélags íslendinga, 1. ár, Winni- peg 1919.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.