Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 7

Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 7
PAS KAHATIÐIN 149 dauðann og lýsti því oft í viðtali við trúnaðarvin sinn. Hann átti ungan son, sem hann unni mjög. Allt í einu veiktist dreng- urinn, og sjúkdómurinn dró hann til dauða. Vinurinn kom til þess að votta hluttekning sína. Faðirinn tók á móti honum, þögull, en djúpur friður var yfir svip hans og undursamleg birta. Hann leiddi vin sinn inn þangað, sem líkami sveinsins lá, greip um höndina, horfði á andlitið fölva og engilhreina og sagði: „Ég trúi því, að andi hans lifi.“ Þú, sem tregar horfinn ástvin, gefstu páskatrúnni á vald. Vinur þinn hvílir ekki í mold, heldur er hann hrifinn til hins eilífa páskadags og bíður þín þar í einu af híbýlunum mörgu í húsi föðursins, þar sem frelsarinn býr oss stað eins og hann sjálfur sagði. Kærleiki hans, sem birtist í lífi hans, dauða og upprisu, er trygging þess, kærleiki ástvinar þíns og þín sjálfs. Og þú, sem hvílir á sjúkrabeði og finnst ef til vill vera að koma sólarlag, tak þú einnig undir páskalofsönginn á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra. Boðskapur páskanna nær einmitt til þín. Páskasólin gengur aldrei undir. Jarðneskt sólarlag er himnesk afturelding. Stefn- an er ekki til grafar, heldur til himins. Já, á páskunum höfum vér verið glöð. Það hefir birt yfir mannheimi við þá þakkargjörð, sem hefir stigið upp frá hjört- um milljónanna til föðurins himneska og sonarins upprisna honum til hægri handar. Vér höfum fagnað og fögnum svar- inu frá himni við þrá vorri eftir eilífu lífi. Varðveitum þennan fögnuð ekki aðeins í dag og á morgun, heldur alla daga, eins og frumkristnin, sem hélt hvern sunnu- dag helgan til merkis um það. Opnum sálir vorar í trú fyrir upprisuboðskapnum og eignumst þannig sönnun anda og kraft- ar fyrir því, er vér þráum heitast. Veitum viðtöku eilífa lífinu, sem Jesús Kristur gefur í samfélagi við sig, frelsari vor og leiðtogi þessa heims og annars: í nafni hans boða ég yður öllum blessun Droítins og eilífa páskahátíð. r _ Asmundur Ouðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.