Kirkjuritið - 01.04.1957, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.04.1957, Qupperneq 23
LIFIÐ EFTIR DAUÐANN 165 trúfræðikenningar í þessum efnum, leyfir oss að trúa á „híbýlin mörgu", marga hvíldarstaði á leiðinni um eilífðina. Vér getum ekki efað það, að kærleiki Guðs starfi af sama afli hinum megin grafar sem hérna megin. Eða af hverju öðru myndi stafa „niðurstigningin til heljar? Það nær engri átt að halda fast við þá skoðun, að kærleikann þrjóti rétt áður en hann hefir leitt trúaðar sálir, hvenær sem þær fara að trúa, til fyllingar ei- lífrar blessunar. Og vér getum ekki heldur trúað því, að Guð muni að lokum neita þeim um sæla vitrun, sem þegar séu teknir að sjá Ijósið og þrái ekkert heitar en að ganga í því að eilífu. EINLÆGIR EFASEMDAMENN. Oss getur ekki annað fundizt en að sama vonin hljóti að vera búin þeim, sem fagnaðarerindið hefir verið prédikað, en enn hefir ekki fund- izt þeir geta veitt því viðtöku af alhug. Einlægni var drottni vorum hjartakær. Það er engin synd, er liann ávítar harðlegar en hræsnina. Þess vegna ógnaði hann aldrei þeim, er á hann hlýddu, né neyddi þá til þess að trúa á sig. (Athugið, hvernig hann vísaði á bug freistingunni til þess að varpa sér fram af þakbrún muster- isins og koma heill niður.) Það er vissulega meira af þeirri drottniholln- ustu, sem hann krefst, í fari þeirra, sem reynast sannir í trú sinni, heldur en í liinum, sem samþykkja af vana án umhugsunar. „I einlægum efa býr nieiri trú en í helmingi trúarjátninganna, trú mér til.“ Einlægnin er grund- völlur allrar sannrar trúar, og ef trú er í sannleika það að veita náðinni viðtöku, þá getum vér örugglega vænzt miskunnar Guðs þeim til handa, sem virðast ekki hafa fengið að njóta hennar hér í lífi. Þessi hugsun hlýtur einnig að ná til þeirra, sem virðast láta sér lynda uð lifa eftir ófullkomnum trúarjátningum eða ekki kristnum nema að nokkm leyti. Margir eru fæddir í þess konar rökkri, og hafa komizt svo ' það ástand, að þeir virðast ófærir til að þola dagsbirtu opinbemnarinn- ar- Vér getum ekki afgreitt þá með því að yppta öxlum yfir þeim eða nöldra um harðsvíraða vanþekkingu þeirra. En einlægni þeirra (eins og vor allra) verður að vera sönn. Og í henni verður vissulega að vera inni- falin einbeitt þrá til þess að fá að vita eins mikið og þeir megna um trúna. Vér getum ekki haldið því fram, að þeir, sem em hálfir í trú sinni, séu jafnir hinum. „Hvaða yfirburði hefir þá kaþólska kirkjan? Mikla á allan hátt.“ Þótt vér föllum ekki nema að nokkm leyti frá trúnni óskoraðri, þá er það sama sem að snúa baki að nokkru við náðinni og skipa oss þar, sem heil- brigði sálar vorrar getur verið háski búin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.