Kirkjuritið - 01.04.1957, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.04.1957, Qupperneq 31
Zrúrœkni feðranna “Úr bókinni ,,3oreldrar mínir' Eftirfarandi ummæli eru tekin úr bók, sem Finnbogi pró- fessor Guðmundsson hefir safnað til, en 14 niðjar íslenzkra landnema vestanhafs liafa ritað. Bókin heitir „Foreldrar mín- ir“. Virðist ekki ófróðlegt að gæta þess sérstaklega nú á dög- um, hvers virði þessir menn töldu trúna. — G. A. Þau voru samtaka í einu og öllu, er miða mátti fjölskyldu þeirra til heilla og hamingju. Bæði voru þau trúhneigð og kirkjurækin. Þegar ekki Var messað, var faðir minn vanur að lesa úr hugvekjum Péturs biskups. Mamma kenndi okkur sálma og bænir. Þegar við höfðurn aldur til, var okkur kennt kverið og við fermd. (Steingrímur Grímsson og Guðrún Jónsdóttir, eftir Guðm. Grímsson). Man ég eftir því, að hugvekjur voru lesnar og sáhnar sungnir á kvöld- vökunni og prédikanir á sunnudögum. (Voru það hugvekjur og prédik- anir dr. Péturs). Að loknum lestri voru öllum boðnar góðar stundir með kossi. (Eyjólfur Jónss. og Sigurveig Sigurðard., eftir Guðna Júlíus Oleson). Guðrækni var iðkuð með sama móti og þá tíðkaðist um allt land. Þéturspostilla var lesin á sunnudögum og hugvekjur á virkurn kvöldum að vetri. Faðir minn las. Og alltaf voru sálmar sungnir með; Passíu- sálmar á föstunni, tárvot augu sá ég af og til, þegar þeir sálmar voru SUngnir.... Móðir okkar gerði sér mikið far urn að innræta okkur trú °g góða hegðun, talaði oft frá eigin brjósti um trúna.... Þegar faðir uunn kom til Vesturheims, var eins og fargi væri létt af honum. Nú Var baslinu lokið, engar skuldir framar. Hann var nú málhress, öruggur, mannblendinn venju fremur. En breytingin var ekki öll komin utan að.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.