Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 34
176 KIRKJURITIÐ Faðir minn var enginn söngmaður, en er liann varð ögn hreifur, byrj- aði hann að syngja enskan sálm „In the Sweet Bye and Bye“. Stundum var deilt um trúarbrögð, og man ég, að einn af gömlum vinum hans var mjög harður á Kaþólsku sinnum. Faðir minn var að bera i bætifláka fyrir þá. I öllum deilum fannst mér hann vera „Champion of the underdog", sem sé hann tók málstað hinna minni máttar. Um Spiritualismann heyrði ég hann segja: „Þetta er eitthvað, sem við skilj- um ekki enn, en máske, þegar hægt er að staðhæfa, að „Thoughts are things“ — hugur er hlutur — getum við skilið það betur. . . . Þegar það reiðarslag kom yfir heimilið, er Gestur bróðir minn var lostinn eldingu, voru daprir dagar.... Og öll fjölskyldan var sammála honum (þ. e. föðumum), er hann kvað: í englaröðum glaðværðar og góðs minn gestur verður hvergi annars staðar.... Og ætíð hefir mér fundizt þessi vísa eiga vel við hana (móðurina). Allt líf verður gegnt, meðan hugur og hönd og hjarta er fært til að vinna. Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd, og gott er að deyja til sinna. (Steplian G. Stephanss. og llelga Jónsd., eftir Rósn Benediktsson). Oft var pabbi fenginn til að sinna prestsverkum (þ. e. í Þingvalla- nýlendu), því enginn prestur var þar fyrir... . Móðir mín hafði orð á sér fyrir að vera ráðholl og hjálpsöm, þar sem veikindi vom. Oft- sinnis fór hún fótgangandi langar leiðir í líknarerindum.... Þetta er held ég síðasta smávísan, sem hann (þ. e. faðirinn) bjó til skömmu áður en hann dó: Heyrðu, Jesú, ó heyrðu mig, hjálpaðu mér að lofa þig, veittu mér frið í vöku og blund, og vertu hjá mér á dauða stund. Sérstaklega höguðum við okkur vel, meðan á húslestri stóð. Ekki þorð- um við að hreyfa hönd né fót, og aldrei vék hann (þ. e. faðirinn) til liliðar eða lét það á sig fá, þótt einhver annarrar þjóðar maður kæmi inn, meðan á íslenzka lestrinum stóð.... (Ólafur G. Johnson og SigprúÓur GuShrandsd., eftir Sigurlínu Backmann).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.