Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 19

Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 19
NESKIRKJA FIMMTUG 161 Og hingað vér komum með klökka lund á kveðjunnar hinztu, þungu stund að líkkistu látins vinar. En út yfir dauðans dimma liaf til dýrðarlanda oss sýnir gaf með gróandi líf á vöku völlum og vorsólarglit á lífsins fjöllum. Já, hér er svo margt að minnast á, við margt að gleðjast og sákna og þrá. En hitt er oss líka í liuga. Vér hljótum að sjá með sárri hryggð, oft sál vor var sljó og lítil dyggð. Því styrki Drottinn vorn veikan vilja að vaka og hiðja, að nema og skilja. Þitt hlutverk, kirkja, er að beina oss braut til bjartara lífs gegnum sorgir og þraut. Þinn kross bendir liugsum til hæða. Ef byggja skal fegri og bjartari heim, hvert brjóst þarf að geyma og vaxta þann seim, sem þjóðirnar gerir að meiri mönnum og máttugri af trú og kærleika sönnum. Þá guðsríki kemur og grær á jörð, um góða hirðinn sér fylkir hjörð og frið hans í hjarta finnur. Þá friður þróast um foldarból og frelsis hækkar á lofti sól. Því fetum hugdjörf til framtíðarlanda, þótt fallirðu, kirkja, þitt merki skal standa. Arnór Sigmundsson, Árbót. Getur nokkuð verið glæsilegra en að gera fáar kröfur, og uppfylla Þ*r sjalfur? — Emerson. 11

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.