Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 38

Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 38
180 KIRKJURITIÐ s. frv. Ég átti að leiðbeina í þeim hópnum, sem safnaðarfulltrúarnir voru í, voru þar um 40 menn samankomnir. Eftir þetta var messa í þessari kirkju, og söng þar kór, sem var skipaður fólki úr öllum kirkjukórum þessa svæðis. En ekki var deginum lokið enn, heldur var þriðja eða fjórða messan kl. 8 um kvöldið. Var ég mjög ánægður með aðsóknina, þar sem ég var. Og sú varð raunin á, að kirkjan sú var bezt sótt allra, og var það þó ekki fjölmennasti söfnuðurinn. Taktu þetta ekki sem grobb, af því að ég þakka mér það alls ekki. Þetta varð til þess samt sem áður að auka enn meir á ánægju mína og hrifningu yfir þessari viku. Það voru oftast um og yfir 300, sem komu á kvöldmessurnar, var það orðið svo, að það voru komnir stólar um alla kirkjuna, og sat fólk, hvar sem autt var, m. a. allt í kring um prédikunarstólinn! Eins og ég sagði áður, stóð þessi kirkjuvika frá sunnudagsmorgni til fimmtudagskvölds í hinum einstöku kirkjum, og endaði með fjöldasam- komu á föstudagskvöldið. Dagurinn byrjaði með fundum okkar prestanna kl. 9,30 á hverjum morgni, var þar Biblíulestur og fyrirlestur og frjálsar umræður. Endaði með sameiginlegu borðhaldi. Eftir það fórum við ýmist hver heim til sín eða við ókum í kring til að skoða það, sem mark- verðast var í þessu undurfagra ríki. En miklu oftar var það, að við fór- um beint heim bæði til að hvílast og undirbúa okkur undir kvöldið. Það byrjaði kl. 6, með því, að (í „minni“ kirkju) 27 manns safnaðist saman í kirkjukjallaranum til sameiginlegs borðhalds. Var þetta fólk sérstaklega valið til þess að heimsækja þá í bænum og nágrenninu, sem ekki tilheyrðu neinni kirkju. Eftir máltíðina um 6.30 ræddi ég svo við þetta fólk, reyndi að hjálpa því sem bezt ég gat í þessu vandasama hlutverki. Fóru þau svo út um 7 leytið, heimsóttu þá, sem þeirn hafði verið úthlutað og komu aftur fyrir 8 til að sækja messu. Eftir messuna, venjulegast um 9.15, átt- um við að hittast aftur, enda þótt við gætum ekki haldið þeirri tímaáætl- un, þar sem það tekur töluverðan tíma að taka í höndina á meira en 300 manns, sérstaklega eftir, að tók að líða á vikuna, og við fórum að kynn- ast betur og handtakið varð þéttara! En er við hittumst aftur, áttu þau að skýra frá árangri heimsóknanna, og öðru slíku, sem við þurftum að ráðgast um. Er þessum fundi var lokið, hófst annar. Fyrst á mánudags- kvöldið mættu safnaðarfulltrúarnir með mér, þriðjudagskvöldið meðlimir hinna ýmsu nefnda innan safnaðarins og stjórnir félaganna, miðviku- dagskvöldið sunnudagaskólakennarar og fimmtudagskvöldið allir þessir auk allra, sem áhuga höfðu. Ræddum við þá um framtíðarstarf safnaðar- ins, hvað bæri að gera, hvað hægt væri að gera og hvers vegna. Eru þetta mjög þýðingarmiklar samkomur, þar sem of miklu væri til kostað,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.