Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 12

Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 12
154 KIRKJURITIÐ líkt og hann kom forðum til mannanna á ströndinni, sem ekki vissu hver hann var. Hann segir enn hið sama og þá: „Fylgið mér!“, og fær oss til lausnar þau vandamál, sem hann á vor- um dögum á við að stríða. Hann býður. Og þeim, sem hon- um hlýða, opinberast hann í því, sem þeir lifa með honum, — í friði, starfi, baráttu, þjáningu. Og sem ólýsanlegur leyndar- dómur vitnast þeim, hver hann er. — Þetta kostar ekkert hér. í leikdómi um gamanleik, sem sýndur var í Kópavogi í vet- ur, segir A. Hj. (Sjá Þjóðviljann 2. marz þ. á.): „Sveinn Halldórsson sýnir það ljóslega, að mágurinn er bæði hræsnari og lítilmenni, gerfið er hæfilega prestslegt og fram- koman eftir því.“ Mörgum finnst þetta ef til vill ekki svaravert, þótt vafalaust eigi merkur maður hlut að máli. En aðrir kunna að telja það hæverskuleysi að festa ekki við það augu, og lítilmannlegur heigulsháttur að minnast ekki á það. Það er nefnilega m. a. svo einkennilegt, að sjálft leikritið gefur ekkert tilefni til þess- ara ummæla. Þar kemur enginn prestur á neinn hátt við sögu, mun ekki vera nefndur á nafn. Nú er tvennt til. Hinn heiðraði höfundur hefir þetta ef til vill eins og ósjálfrátt upp úr bók- um. Þar hefir það verið alllengi í tízku að sletta í prestana, án þess að beinlínis verði séð, að það hafi sakað þá verulega. Og þá er þetta ef til vill fyndni — útvötnuð. En næst verður að ætla, að það lýsi sárri beizkju, ef ekki óvild frá hendi höfundar, í garð prestastéttarinnar. Og orsökin þá líklega sú, að hann hafi orðið fyrir barðinu eða lent í klón- um á, eða að minnsta kosti haft náin kynni af, einhverjum prest- um, sem hafa verið allra manna mestir „hræsnarar og lítil- menni“. Allir eigum við veika bletti. Og víst er réttmætt að segja til syndanna. En samt finnst mér óneitanlega full frek- lega farið í sakirnar að dengja þessu þarna, að því er bezt verð- ur séð, á alla prestastéttina í fortíð og nútíð. Meðal annars þeg-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.