Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 45
INNLENDAR FRETTIR 187 Frú Sigrún Hildur Kjartansdóttir, ekkja séra Gísla Jónssonar á Mosfelli í Grímsnesi, andaðist hér í bænum 6. apríl, á 84. aldursári. Hún var merk ágætiskona og mjög vinsæl. Séra Herluf Jensen frá New-York kom hingað í marz á vegum Heimssambands kristilegra stúdenta. Hélt hann erindi bæði í Kristilegu stúdentafélagi og Bræðrafélagi. Einnig víðar. Séra William L. Perkins var litlu síðar á ferðinni. Harrn. starfar á vegum Æskulýðsdeildar Alkirkjuráðsins, og var erindi hans að undirbúa komu 25 manna flokks æskufólks, er starfa mun að smíði Langholtskirkju mánaðartíma á sumri komandi. Sagt hefir verið frá lireyfingu þessari hér í ritinu. (Sjá 6. hefti f. á.) — Kristján Búason stud tlieol mun verða for- ingi flokksins hér, en séra Bragi Friðriksson er með í ráðum. Fyrirhugaðar eru kynningarferðir og mót, meðan á dvöhnni stendur. Patreksfjarðarkirkja. Nýtt pípuorgel hefir verið sett upp í Patreks- fjarðarkirkju. Er það frá Walcker orgelverksmiðjunni, Ludwigsburg, V. Þýzkalandi. Af svokallaðri „Positive" gerð. Orgel þetta er með 2 hljóm- borðum og fótspili, hefir 9 „Registur“ og þrennar skiptingar milli hljóm- borða. — Sérfræðingur frá verksmiðjunni setti það upp. Orgelið er mjög vandað að allri gerð og mjög hljómfagurt. — Orgehð og allur kostnaður við uppsetningu þess var greiddur úr orgelsjóði, sem myndaður hefir verið með minningargjöfum og frjálsum samskotum safnaðarins. — Org- anisti kirkjunnar hr. Steingrímux Sigfússon stóð að útvegun orgelsins, °g naut góðrar fyrirgreiðslu Páls Kr. Pálssonar organista í Hafnarfirði. Var þetta mikið starf og unnið af mikilli ósérplægni og dugnaði, og kann söfnuðurinn þeim beztu þakkir. Auk þeirra gjafa, sem söfnuðurinn lagði fram, hafa fyrirtæki og opinberir aðilar veitt mikinn stuðning og fyrir- greiðslu við orgelkaupin. — Orgelið var vígt sunnudaginn 3. marz sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Þrír prestar voru við athöfnina. Prófasturinn, séra Jón Kr. ísfeld á Bíldudal, lýsti vígslu orgelsins og prédikaði, en fyrir akari þjónuðu þeir séra Grímur Grímsson, Sauðlauksdal, og sóknarprest- urinn séra Tómas Guðmundsson, sem einnig rakti sögu orgelkaupanna °g flutti þakkarorð til safnaðarins. — Organisti kirkjunnar lék á hið nýja 0rgel, og Kirkjukór Patreksfjarðar söng. — Patreksfjarðarkirkja var byggð á árunum 1905—6 og vígð 19. maí 1907, og á því 50 ára vígslu afmæh ú vori komanda. — Kirkjan er steinsteypt, en veggir voru óeinangraðir °S upphitun ekki góð, og var kirkjan fyrir því köld og mikill raki í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.