Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 9

Kirkjuritið - 01.04.1957, Side 9
PISTLAR 151 Ummæli heimsdiottn- aians. Napoleon var einn þeirra, sem ætluðu að leggja undir sig heiminn. Hann er raunar ekki mikill fyrir það. En enginn frýr honum vits né snilli, og m. a. þess vegna er nafn hans enn á lofti, þótt það taki nú að fölskvast. Keisarinn var ekki hlynnt- ur kristni né kirkju mikinn hluta ævi sinnar, hann átti í brös- um við páfavaldið og krýndi sig sjálfur, eins og kunnugt er. Um skeið dró hann taum annarra trúarhöfunda, einkum Múhameðs, á kostnað Krists. Undir ævilokin fór Napoleon samt ekki dult með það, að Kristur væri einstæður, og ekki myndi verða endir á ríki hans. Hér eru tilfærð nokkur orð keisarans um þetta, sem fullvíst þykir að séu rétt hermd. — Öðru máli gegnir um Krist (þ. e. en aðra trúarhöfunda.) Mig undr- ar allt í fari lians, andi hans gerir mig höggdofa, og viljakraftur hans rugl- ar mig í ríminu. Það er ekki unnt að bera hann saman við neitt í þessum heimi. Hann er sérstæð vera. Þeim mun meir sem ég nálgast hann, og því betur sem ég virði hann fyrir mér, finnst mér meira til um, hversu allt, sem hann varðar, er mér ofvaxið. Það er allt þrungið slíkum mikilleika, að það auðmýkir mig. Trú hans er hans eigin leyndardómur, sprottin úr andlegri uppsprettu, sem bersýnilega er ekki mannleg. Frumleiki hans á ekki sinn líka, og orð hans og meginreglur eru óviðjafnanleg þann dag í dag . .. En hvað heimsveldismörk hans þenjast út og framlengjast óend- anlega! Kristur ríkir yfir lífi og dauða. Bæði fortíð og framtíð lúta hon- um, enda setur raunar lýgin ein sannleikanum nokkur takmörk. Jesús hef- ir náð yfirráðum yfir mannkyninu. Hann hefur gert úr því eina þjóð, — þjóð réttsýnna rnanna, sem hann kallar til fullkomins mannlífs. Eg játa hreinskilnislega, að líf Krists frá upphafi til enda er fullkomin ráðgáta, en sú ráðgáta leysir þau vandamál, er fylgja allri tilveru. Hafn- ir þú henni, verður heimurinn óskiljanlegur, fallist þú hins vegar á hana, færðu ágætan skilning á mannkynssögunni. Frá því Kristur lióf fyrst upp raust sína hefir kynsóð eftir kynslóð bundizt honum fastar og inni- legar en menn tengjast með nokkrum blóðböndum, samfélag hans er heilagra og alráðara en nokkurt annað samband. Hann tendrar kær- leikseld, sem slekkur sjálfsástina og verður hverri annarri ást yfirsterk-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.