Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 26

Kirkjuritið - 01.04.1957, Page 26
168 KIRKJURITIÐ ekki snúið baki við kristindóminum, en það eina, sem ég lærði á þessum árum var, að sem kristinn maður yrði ég að treysta á miskunn Guðs og fyrirgefningu, þar sem ég gæti ekki gjört skyldu mína án syndar, og yrði að þola þrengingar, að lifa tvenns konar lífi, og samt að leitast við að halda áfram að vera ég sjálfur. Það kraftaverk gerðist, að ég þraukaði að fyrra stríðið án þess að glata sjálfum mér, og án þess að verða beiskju- fullur, né tapa allri ábyrgðartilfinningu eða þeim möguleikum að breyt- ast og þroskast hið innra í trú og skoðunum. Hugsjónimar lifðu af, ég þráði að þjóna landi mínu og þjóð. Og þetta breyttist ekkert, þótt ég gerðist prestur. Ég lagði mig allan fram um að verða góður prestur safnaðarins, boða Guðs riki og drottinvald Krists, og flytja mönnum fagnaðarerindið. Loks var mér ljóst, að mitt í öllum þrengingum og þjáningum var þar að finna traust öryggi og sannan friði, og stóðst sú trú prófið, þegar Hitler brauzt til valda og færðist hið ógjörlega i fang. Er hann hóf baráttu sína gegn Kristi, sýndi Kristur yfirburði sína og styrkleika, gaf hinum veiku mátt og hinum hógværu festu. A þeim árum, laust eftir 1930, kom engum manni önnur heims- styrjöld til hugaT. Menn litu á Hitler sem sjálfan friðarhöfðingjann, sem berðizt gegn skorti og atvinnuleysi, og mundi leiða þjóð sína til heilla og hamingju. Hefði hann ekki barizt gegn Kristi og kirkju, myndum vér kristnir menn einnig liafa hyllt hann. Vér hefðum þá líka efalaust fylgt honurn hiklaust út í seinna stríðið. Sem andstæðingur Krists, þekkti Hitler hann betur en vér gerðum. Það skarst fyrst í odda með oss og Hitler, þegar það rann upp fyrir oss að hann stefndi beint að nýrri styrjöld. Reyndin varð sú, að eins og Hitler var verkfæri í hendi Guðs til að gera oss betur kristna, lét Guð hann verða til þess að auka skilning vorn á hinu sanna eðli fagnaðarerindisins. 1938 urðum vér að gera oss ljósa afstöðu vora til árásarstyrjaldar. Var oss sem kristnum mönnum leyfilegt að réttlæta hana, svo fremi að ljóst væri, að styrjöldin væri hentugasta lausnin á þjóðfélagslegum vanda- málum, og tæki til að ná markmiðum, sem ekki yrði náð á annan veg? Ég hafði þegar verið heilt ár í fangabúðum, þegar þessar spurningar urðu knýjandi sakir áforma Hitlers viðvíkjandi Bæheimi. En ég féllst á að Játn- ingar kirkjunni bæri að halda sáttaguðsþjónustur, þar sem beðið væri um frið, og að frekari stríðsógnir liðu hjá án þess að valda áhyggjufullum heimi meiri þjáingu. Kirkjan lét prenta fyrirmæli um bænarguðsþjónustu, og var þeim dreift um allt landið. Vakti þetta æði og hamagang bæði fylgismanna Hitlers og sjálfra stjórnarvaldanna. Nokkuð slakaði á spenn- unni um hríð eftir Munchensáttmálann, en almenn óvissa ríkti þá um,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.