Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 8

Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 8
C PTSTUR v________ Diottinn aldanna. Vér rísum og föllum líkt og gárurnar á hafinu. Fæstra vor sjást heldur öllu lengur eða tiltölulega gleggri spor. Hetjur dagsins og dísir næturinnar eru meira að segja steingleymd innan stundar. Einstaka afreksmenn, nokkrir þjóðhöfðingjar, sumir andans menn og aðrir slíkir, greypa að vísu nöfn sín sakir mikils atgjörvis, eða fyrir rás viðburðanna, svo djúpt á spjöld sögunnar, að þau eru lesin og munuð, a. m. k. nokkrar aldir. Samt eru þau alltaf að veðrast. Sífærri festa á þau augun. Straumur tímans ber hugi kynslóðanna frá þeim. Jesús Kristur er undantekning frá þessari reglu. Lokin, sem ætluð voru á Golgata, snerust upp í mikið upp- haf. Páskamorguninn, upprisan, var byrjun á mestu heimsbylt- ingunni. Síðan hefir vegur Jesú Krists farið vaxandi, þrátt fvrir allt, sem á honum hefir dunið, og allan breyskleika þeirra, sem borið hafa nafn hans. Fleiri menn í heiminum vita einhver deili á Kristi í dag en nokkru sinni áður. Það er deilt um hann, hann er elskaður og óvirtur eins og fyrir tvö þúsund árum. Orð Hebreabréfsins hefðu getað staðið í fyrsta sinni í einhverju dagblaðinu í morg- um, Þessi: „Jesús Kristur er í dag og er í gær hinn sami og um aldur.“ Kveðjuorð hans sjálfs eiga jafnt við oss, sem förum lífsveginn í dag, og postulana: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.“ Þetta er líf og framtíð kristindómsins. Hinn krossfesti og upprisni var, er og verður ásteytingar- steinn eða homsteinn, eftir því hvemig menn snúast við honum. Og gildi og áhrif kirkjunnar fara eftir trúnaði hennar við hann á hverjum tíma. Það má oss ekki gleymast.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.