Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 16

Kirkjuritið - 01.04.1957, Síða 16
158 KIRKJURITIÐ torfkirkja. Kirkjugarðurinn var stækkaður nokkuð og nýi hlut- inn girtur með timburgirðingu, en garður hlaðinn um eldri hlutann árið 1912. Það verk vann Bjöm Sigurgeirsson bóndi í Austur-Haga. Árið 1909 var í fyrsta sinn lagt á sóknargjald, kr. 0.75 á mann. Var síðan miðað við það, að tekjur hrykkju fyrir óhjákvæmi- legum gjöldum. En ekkert var hægt að lagfæra né kaupa neitt nýtt. En árið 1943 voru sóknargjöld hækkuð allverulega og kirkjugarðsgjaldi jafnað niður. Kirkjugarðurinn var stækkaður 1948 og ’49 og girtur vel. Keyptar voru járngrindur frá Eng- landi, sterkar og smekklegar. Stækkunin og girðing kostuðu um kr. 7500.00. Vandað orgel var keypt um þetta leyti og kost- aði það á sjöunda þúsund krónur. Orgelleikari síðustu 12 árin hefir verið Högni Indriðason bóndi á Syðra-Fjalli. Árið 1925 var fyrst settur ofn í kirkjuna, en 1933 var hún raflýst og rafhituð með ofnpípum undir sætum. Þetta ár var einnig skipt um glugga og kirkjan máluð utan og innan. Máln- ingu að innan annaðist Valgard Jörgensen málarameistari í Reykjavík. Var mjög smekklega gert. Allar þessar framkvæmdir kostuðu að sjálfsögðu mikið fé, svo að á 6 árum hefir söfnuðurinn varið um 55 þúsund krónum til endurbóta á kirkju og kirkjugarði. Þegar hafizt var handa, átti kirkjan svo til ekkert í sjóði. Gjaldskyldir í söfnuðinum voru og eru nú tæplega eitt hundr- að. Svo að allir sjá, að skammt hrukku þær tekjur. En söfnuð- inum þykir vænt um kirkjuna sína og hefir sýnt það í verki. Og margir fyrrverandi sóknarmenn hafa munað eftir kirkjunni og sent henni gjafir. Nokkrir hafa heitið á hana. Síðast liðin 4 ár nema áheit á kirkjuna um kr. 1200.00. Nokkuð hefir verið tekið að láni bæði úr hinum Almenna kirkjusjóði og víðar. En mest hefir verið gefið. Gjafir safnaðarfólks til kirkjunnar á fimmtugsafmælinu 1953 eru kr. 7500.00. Gjafir fyrrverandi sóknarfólks og annarra velunnara kirkjunnar eru kr. 6430.00. Árið 1953 barst kirkjunni fögur skírnarskál úr silfri frá hjón- um á Hafralæk, Kristínu Eiríksdóttur og Þórhalli Andréssyni, til minningar um Kristjönu Jónasdóttur frá Garði. Skömmu

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.