Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 25

Kirkjuritið - 01.06.1957, Page 25
VEKTU VIÐBÚINN 263 skátalieitið, J&fnvel eftir að þú hættir að vera drengur — og Guð hjálpi þér til þess.“ íslenzka kirkjan sendir skátunum kveðju á þessum tímamót- um og óskar þeim heilla og blessunar í starfi. ÓSKAK J. ÞORLÁKSSON. Sálmur. Eg leita þín, ó Guð, í geimsins djúpi og græt af því, hvað ég er ógnarsmár, en veit, að baki veraldanna hjúpi er voldug sál, er þekkir öll mín tár. Eg leita þín, ó Guð, í gæzku manna, og góðverk sérhvert er mér boð frá þér, að ástin þín mun aldrei hindra og banna þá ást, sem ég í lijarta mínu ber. Eg leita þín, ó Guð, í sjálfs mín sálu og sé af þínum gróðri brotinn reyr og agnarneista, er annir dagsins fálu en á að blossa í Ijóma síðar meir. Eg finn þig, Guð, í heimsins viða velli, í von og trú hjá þínum breyzka lýð, — í hugsjónanna mætti, í ástareldi, því óílu ræður hönd þín, sterk og blíð. Jakob Jóh. Smári.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.