Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 40
SiRA BJÖRN JÓNSSON, AKRANESI: Ljós á vegi Söguleg hugleiðing, helguð tveimur frumherjum kristninnar meðal Islendinga í Vesturheimi Árið 1974 var þjóðhátíðarár hér á okk- ar landi, er við minntumst 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Og nú, strax á næsta ári, er upp runnið annað minningarár, — sem segja má, að tengt sé verulegum hluta íslenzku þjóðarinnar. En þar á ég við 100 ára landnámshátíð frænda okkar vestanhafs. Því svo sem alþjóð er kunnugt, þá var það árið 1875, sem fyrsta íslenzka nýlendan var stofnuð I Vesturheimi, — hið svonefnda Nýja ísland — í norðurhluta Kanda. Það eru nokkur ár síðan áhugi minn vaknaði á vestur-íslenzkri landnáms- sögu. — Hefi ég, — í næsta stopul- um tómstundum, leitazt við að kynna mér hana að örlitlu leyti — og kom- izt að raun um, að þar er um stór- merkilegan þátt íslenzkrar þjóðarsögu að ræða. — Ekki er það ætlun mín að gera tilraun til þess hér, að gefa eitthvert almennt yfirlit yfir þá stór- brotnu — og á margan hátt einstæðu baráttusögu. — Aðeins langar mig til að leiða fram á sjónarsviðið þá tvo úr hópi frumherjanna, sem fyrstir hófu á loft merki kirkju og kristindóms í hinni nýju íslendingabyggð. — En það voru prestarnir sr. Jón Bjarnason, sonur sr. Bjarna Sveinssonar, er síð- ast var prestur að Stafafelli í Lóni og sr. Páll Þorláksson, sonur Þorláks bónda Jónssonar frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. — Þorlákur fluttist til Vesturheims og andaðist þar í hárri elli. Þeir sr. Jón og sr. Páll voru á mjög svipuðum aldri, — og góðir kunningjar frá skólaárunum í Reykjavík. — Sr. Jón hlaut sína prestsmenntun hér heima. — Hann útskrifaðist af prestaskólan- um með miklu lofi sumarið 1869. — Það sama sumar vígðist hann sem aðstoðarprestur föður síns, er átti um það leyti við nokkra vanheilsu að stríða. Því embætti gegndi hann um eins árs skeið, en flutti þá aftur til Reykjavíkur, enda hafði faðir hans endurheimt heilsu sína, — og þurfti 278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.