Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 75

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 75
ur virðist aðeins einskisnýtur mokstur > eitthvert hyldýpi, — þá er það virkilega stund Guðs í lífi voru; það er þá, sem hann er þar. Gjörum nú ráð fyrir, að vér snúum ekki við, að þetta verði oss ekki um megn, að vér leitum oss hvergi neinna sárabóta, að vér möglum ekki og hryggjumst ekki yfir sjálfum oss, að vér umberum þetta ■ Þögn og virkilega játumst og gefum sjálfa oss fótfestuleysinu á vald og heimsku þvílíks kærleika. Þá er það stund Guðs: þá verður það, sem virt- 'st hið geigvænlega Ginnungagap til- veru vorrar eins og það birtist í Þessari örvæntingarfullu reynslu af náunga vorum, djúp Guðs sjálfs, sem kemst á þann hátt í samband við oss. Þetta verður upphaf þess, að hann kemur til vor í sínum óendan- leika, þar sem allar leiðir hverfa og sem virkar eins og tómið, því að þetta ei" óendanleikinn. Þegar vér höfum ^aett náunga vorum á þann hátt, er vér brjótumst í gegnum hverfulleika þess, sem jarðneskt er I honum, og eins og hröpum niður í tómið; þegar vér verð- um að steypa sjálfum oss ofan í það °9 ráðum ekki afdrifum vorum lengur; Þegar vér höfum afneitað sjálfum oss °9 getum ekki lengur ráðstafað oss með völd eða vellíðan fyrir augum; Þegar allt virðist frá oss horfið út í eendanlega firð, já einnig vér sjálfir, þá byrjum vér að finna Guð. Þá fer Þetta einangraða, þögla tómarúm hins 'nnra manns, sem virtist hafa tvístrazt, að fyllast upp af Guði; þá finnum vér ^uð> finnum vér Krist, sem féll í hend- Ur Föðurins við dauða sinn, þegar h°num skildist, að Guð hafði yfirgefið hann. Fyrst í stað kann þessi hugsun að vera fjarri oss; þessi glötun vor sjálfra kann að skelfa oss, og sú freisting kynni að læðast að oss að flýja í skelfingu aftur til þeirrar þægi- legu tilfinningar að fá að njóta vináttu, elsku og þakklætis. Oft er það reyndar rétt af oss og nauðsynlegt að gjöra svo. En vér ættum smám saman að læra að finna lífið í þessum dauða, trúnaðarvináttu I þessum einmanaleika, Guð í yfirgefningunni. Þá aðeins, er vér getum þetta, þegar oss auðnast að finna og upplifa sjálfan Guð í þessu skipbroti umhyggju vorrar fyrir ná- unga vorum, verður kærleikinn til ná- ungans fullþroska og verk Heilags Anda í oss. Þá getur kærleikurinn sannarlega orðið þrautseigur og lang- lyndur, án óvildar, án þess nokkurn tíma að hætta að vona og aldrei látið af þessari trú sinni. Hann mun þá ætíð finna Guð. Enginn skyldi ætla, að þetta merki, að náungi vor, sérstaklega þegar hann veldur oss vonbrigðum, sé einfaldlega tæki til að æfa oss í meinlætafullri sjálfsafneitun eins ogtilaðskapaþann- ig það tóm innra með oss, sem Guð uppfyllir síðan, af frjálsum vilja og I miskunnsemi, með óumræðilegri nær- veru sinni. Því að ekkert slíkt gerist, nema vér sannarlega elskum viðkom- andi mann, tökum virkilega við hon- um fyrir það, sem hann er, og gjörum ekki þennan kærleika að meðali til eins eða neins tilgangs. En ef þessi Guðselskandi náungakærleikur finnur Guð í leitinni að náunga vorum, án þess þó að hafa stefnt að því, þá verður þessi einmanalega upplifun með Guði, sem á sér stað mitt í dauða allrar sjálfsleitar, síðasti möguleiki 313

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.