Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 51

Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 51
ugt. Samanburðar er skammt að leita. Hjá frændum vorum í Færeyjum og Noregi er kristni- og kirkjulíf mjög miklu blómlegra en hér gerist. i Fær- eyjum munu vera tæplega 60 kirkjur, en prestar aðeins 17. Þó er heilagt haldið í hverri kirkju hvern helgan dag. þar, sem prestar geta ekki messað, eru haldnar guðsþjónustur engu að síður, og annast djáknar þær. Munu Þeir þá að jafnaði lesa predikanir úr gömlum og góðum postillum. Gunnar Sigurjónsson, ritstjóri Bjarma og er- indreki Kristniboðssambands íslands, var nýlega á ferð í Færeyjum, og segir hann frá því, að hann hafi verið við slíka djáknaguðsþjónustu, sem um fjögur hundruð manna sóttu. Og þar mun ekkert eins dæmi hafa gerzt, heldur mun allt hafa verið eftir venju. Þó eru kirkjur ekki einu guðshús, sem sótt eru í Færeyjum, heldur er þar fjöldi bænhúsa og samkomuhúsa af öðru tagi, sem að jafnaði eru setin við samkomur og stundum vel það. Þessu er ólíkt farið á islandi. Því verður ekki móti mælt, að kirkjusókn er afar daufleg víða um landið. Þó aiunu þess dæmi, að hún sé ágæt í smáum strjálbýlissöfnuðum, en miklu iökust er hún sögð í hinum nýjustu hsasöfnuðum í Reykjavík, enda eiga þeir ekki einu sinni kirkjur. Bænhús e®a samkomuhús, er ætluð séu til kristilegra nota, eru fágæti. Þau eru þá einnig litin hornauga og talin ann- ar|eg, ifkt og trúaðir leikmenn, sem syna vilja trú sína í verki og sinna einhverju kristilegu starfi.. það mun raunar mjög almennt álit áér á landi, að prestar einir séu skyld- ugir að koma í kirkju á sunnudögum, þeim einum beri að tilbiðja Guð svo, að sjá megi við messur, og þeir einir séu að öðru leyti skyldugir að bera trú sinni vitni í kristilegu líferni og framkomu allri. Af því áliti leiðir svo að sjálfsögðu hitt, að dagleg guð- rækni eða heimilisguðrækni er ein- ungis fyrir þá og þeirra fólk. Það er líklega einhver sorglegastur vitnis- burður um trúarlíf þorra manna á ís- landi. Mikill misbrestur er nú orðinn á því, að börnum séu kenndar morgun- og kvöldbænir heima. Nálega óþekkt mun, að heimilisfólk komi saman til sameiginlegra guðrækniiðkana, og og góðar fyrirbænir þykja vart öðrum sæmandi en gömlu fólki og prestum. Enn mætti nefna það, að löngum hefur áhugi fyrir kristniboði, þótt nokk- urt einkenni á kristnum mönnum. Hann er ekki almennur hér á landi. Það er ákaflega fámennur hópur, sem ber kostnað af starfi íslenzkra kristniboða í Eþíópíu. Eitt nýlegt dæmi um skiln- inginn á kristniboðsstarfi mætti raunar nefna. Rithöfundur einn var ekki alls fyrir löngu að taka saman sitthvað í minningu Jóns Sigurðssonar forseta. Það virtist honum þykja hróplegast vanmat á Jóni, að Vestfirðingar leyfðu sér að gefa stærri upphæðir til kristni- boðs en honum til stuðnings í fjár- hagskröggum hans. Má þó ætla, að þörf Jóns og konu hans hafi verið nokkru minni en þeirra milljóna, er njóta áttu kristniboðsins. Það, sem Guð þykir leiðinlegt „Skyldi Guði ekki þykja þetta leiðin- legt?“ sagði einhver eftir útvarps- 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.