Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 18

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 18
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Ragnar G.D. Hermannsson: Helstu vandamál sjómanna í dag eru m.a. að þeir hafa dregist mjög verulega aftur úr í launum ef miðað er við aðrar stéttir og þau kjör sem sjómenn höfðu fyrir. Ef sjómenn eiga að taka sömu viðmiðunum í prósentum og aðrir launþegahópar þá verða sjó- menn að gjörbreyta kauptrygging- arákvæðum í sínum samningum. Það er ekki alveg víst að iðnverkafólk í landi væri tilbúið til að vera kaup- tryggingarlaust í 11 daga eins og sjó- menn eftir veiðiferð ef skip stöðvast af einhverjum orsökum. Þá eru fyrstu 4 dagarnir svokölluð hafnarfrí. Ef menn eru kvaddir til vinnu á næstu 7 dögum. Skal, samkvæmt túlkun útgerðarinnar, greiða aðeins kr. 318 á klst. í dagvinnu. Þannig eru þeir að störfum sem verkstjórnendur um borð við hlið verkstjóra úr landi sem eru á margfalt hærra kaupi. Þegar afli var meiri, hér áður og fyrr, þá var sagt við sjómenn að auk- inn afli hækkaði laun þeirra. Hvers vegna þurftu þeir ekki launaleiðrétt- ingu þegar afli minnkaði? Þá var ekki hægt að hækka laun þeirra vegna samdráttar í aflabrögð- um og kvótafyrirkomulags en vegna hagstæðra samninga fyrir útgerðina við sjómenn, hafa sjómenn ekki haldið í við aðrar stéttir. Það finnast sem betur fer alltaf einhver dæmi hjá þeim sem vel hefur gengið og getað keypt til sín nær ótakmarkaðan kvóta með fjármagni sem annars ætti að ganga til sjómanna og í skatt- greiðslur til samfélagsins. Síðast þegar sjómenn sömdu, var samið til þriggja ára. Á þessum þremur árum hafa aðrir hópar laun- þega verið að lagfæra sín laun. Nú eiga sjómenn að éta það sem úti frýs og taka þegjandi því sem Alþýðu- sambandið samdi um. En þetta er ekki svona auðvelt. Við erum með samningsrétt og hann ætlum við að nota og láta á það reyna ÖLDUMÁL Ragnar G. D. Hermannsson formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Öldunn- ar. hvort eitthvað kemur út úr samning- um. Á það verður að reyna. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekkert hefur verið rætt af viti. Útvegsmenn hafa jú tekið kurteislega á móti samningamönn- um en langlundargeð þeirra er nú þrotið. Vinna við að laga ýmis atriði og túlkun ýmissa greina í samningun- um hefði verið hægt að byrja á og var reyndar samið um í kálfræflinum sem gerður var til málamynda s.l. sumar. En engar vitlegar viðræður hafa enn farið fram um þau mál af hálfu út- gerðarmanna. Sjómenn hafa mætt til leiks af fullri einurð og festu um lag- færingar sem þeir telja til hafsbóta fyrir sig. Þannig ganga samningar ekki fyrir sig að annar aðilinn hundsi skynsamlegar viðræður. Það var einfaldlega ekki hægt að ræða þessi málefni, þótt þau ættu ekki endilega að kosta peninga. Um þessar mundir eru félögin innan FFSÍ að afla sér verkfallsheimildar og hlýtur það að vera neyðarúrræði. Það er á engan hátt hægt að leysa þessi mál nema að menn ræðist við. Þau leysast ekki af sjálfu sér. í vænt- anlegum samningum eru nokkur málefni sem snúa að ríkisvaldinu. Þar ber hæst sjómannaafsláttur- inn, það er eins og nokkrir skattstjór- ar um landið geti ekki áttað sig á því hvernig sjómannaafslátturinn á að vera í framkvæmd. Það er mjög mið- ur því þetta skapar sumum sjómönn- um mikil vandamál við að standa í kærum o.þ.h. óþarfa amstri. En hjá mörgum skattstjórum er allt í lagi. I tekjuskattslögunum stendur: Maður sem lögskráður er á íslenskt skip eða skip sem gert er út af ís- lensku skipafélagi, skal njóta sér- staks afsláttar, sjómannaafsláttar er dreginn skal frá tekjuskatti. Sjó- mannaafsláttur skal vera rúmar 500 kr. pr. dag fyrir hvern dag sem mað- ur telst stunda sjómannsstörf. Hér er hvergi sagt að eingöngu sé átt við lögskráða sjódaga. Enda hefðu þá forsendur breyst verulega frá því sem túlkað var í fyrra kerfi og átti að halda sér óbreytt. Það sem hér er átt við og alltaf hefur verið túlkað af hálfu sjómanna er „ráðningarsam- bandið“ þ.e. ef sjómaðurinn er ráð- inn hjá útgerðinni allt árið eða hluta ársins. Það er ekki sök sjómanna að búin eru til einhver ráðuneytis- skömtunarkerfi sem er vissulega ranglátt gagnvart sjómönnum miðað við fyrri tíð, þegar menn gátu sótt sjó sem næst frjálsir. Það er líka athyglisvert að reglu- gerðin sem um þetta gildir er ná- kvæmlega eins orðuð nú eins og fyrr í gamla kerfinu. Því má ekki gleyma að sjómenn eiga líka frídaga eins og menn sem vinna í landi. Ef sjómaður sem hefur sjó- mennsku að aðalstarfi eingöngu, sannar það með launamiða frá fyrir- tækinu sem hann vinnur hjá ásamt því að gengið sé úr skugga um að hann hafi ekki fengið launagreiðslu hjá öðru fyrirtæki í landi. Þá á hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.