Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Síða 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49 TYEIR MIKLIR EN ÓLÍKIR SKIPSTJÓRAR í GRÍMSBÆ s bók Ekberg, „Grimsby Fish“, er sagt stuttlega frá ýmsum skipstjórum. Þar á meðal tveim- ur, sem okkur Islendingum eru að nokkru kunnir, þótt allmisjafnt sé um kynnin. Annar þeirra er Bunny (Bernhard) Newton en hinn Páll Að- alsteinsson. Ekberg segir svo um Bunny: Á meðal enskra „sjóræningja“ (Buccancers) skipar Bunny Newton veglegan sess. Hann fór til sjós 14 ára og var orðinn skipstjóri 21 árs. Bunny eins og hann er jafnan kallaður, er einstök manngerð. Hann er stór maður og þrekinn og hinn kraftaleg- asti, en átti alls ekki skilið, þá nafn- gift sem honum var stundum gefin „skepnan“ (The Beast), en það hlaut hann af því að hann var nokkuð hirðuleysislegur um klæðnað sinn. Bunny átti í sér innbyggt fiskkerfi, sem veitti honum upplýsingar um hvar væri fisk að finna, og þegar hann hafði fengið vitrun, setti hann á fulla ferð snarlega og keyrði á stað- inn. Á skipstjóraferli sínum var hann tekinn fastur bæði af Norðmönnum og Rússum og svo oft af íslending- um, að þar var nafn hans orðið al- ræmt. Bunny slapp furðanlega frá viðureign sinni við Islendinga og varð heldur vinsæll með þeirri þjóð. Honum liggur vel orð til íslendinga og eignaðist þar marga kunningja, einn þeirra var Ólafur Björnsson, loftskeytamaður, sem mikið kann frá Bunny að segja. Það var árið 1965, sem íslendingar héldu honum á skipi sínu Brandi svo lengi í höfn, að Bunny, sem aldrei hefur þolað vel aðgerðarleysi, stakk af úr höfn með tvo lögregluþjóna um borð. (Ekberg segir þá hafa verið þrjá, sem er rangt). Hann var eltur af tveimur litlum íslenzkum byssubát- um, en það var ekki fyrr en brezki flotinn skarst í málið að hann fékkst til að stoppa. Bunny var þá stungið í fangelsi og látinn í klefa með morð- ingja og fékk dóm í undirrétti, en málinu frestað, þegar hann áfrýjaði dómnum og loks látið niður falla. Þegar Brandur kom til hafnar í Páll Aðalsteinsson. Bunny Newton. Aberdeen, neitaði Bunny að segja blaðamönnum sögu sína, og geymdi hana þar til hann kom til Grímsbæj- ar, þar sem hann sagði mér hana, og hún vakti ekki neina smáræðis at- hygli (some scoop it was). I þorska- stríðinu var hann umsetinn af ís- lenzkum byssubátum og það mátti heita honum daglegur viðburður að skotið væri á hann. (Hér hefur Ek- berg farið útúr kortinu. Svo slæmt var það ekki. ÁJ). Hann hafði oft tal- stöðvarsamband við mig, þegar hann var á leið heim af íslandsmiðum, til að segja mér tíðindi úr þeirri íslands- ferðinni. Að mínum dómi er Bunny litrík- astur allra Grímsbæjar-skipstjóra og sá sem hefur bjargast bezt. Hann hafði vit á að hætta í tíma, og þegar hann var alkominn reyndist hann kænn fésýslugaldramaður, sem ók Rolls Roys og átti veðhlaupahross og spilahöll og fjárfesti í ýmsu öðru arð- vænlegu. Eg gaf næturklúbbnum hans í Cleethorpe nafnið „Bunny’s Place“. Bunny hefur verið örlátur á fé við ýmsar líknarstofnanir í heimabyggð sinni“. Fast á eftir þessari frásögn af Bunny, segir af hinum skipstjóranum og sú frásögn byrjar svo: „A skipper of a different chara- cter“, skipstjóri annarrar manngerð- ar, var sá, sem á sjöunda áratugnum landaði afla að verðmæti 1 milljónar stpd. Það var Páll Aðalsteinsson á togara sínum Andanesinu. Páll var íslendingur, og hann hafði hlotið brezku orðuna „Member of the Order of the British Empire“, fyrir að bjarga 1941 17 mönnum af enskum togara (Páll renndi upp að skipinu í kolvitlausu veðri. ÁJ.) Ándanesið var tekið til stríðsþarfa og heyrði undir flotastjórn brezka kaupskipaflotans. Páll var skipstjór- inn og hann og allir hans offiserar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.